fbpx
Þriðjudagur 07.október 2025
Pressan

Trump lætur Gretu Thunberg heyra það: „Hún ætti að fara til læknis“

Pressan
Þriðjudaginn 7. október 2025 10:30

Greta Thunberg og Donald Trump.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump Bandaríkjaforseti er ómyrkur í máli í garð aðgerðasinnans Gretu Thunberg. Greta var handtekin á dögunum þegar hún var á leið til Gaza með Frelsisflotanum svokallaða. Henni var svo vísað úr landi frá Ísrael í gær.

Trump var spurður út í Gretu á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gærkvöldi þar sem hann lét ýmislegt flakka um sænsku baráttukonuna.

„Hún er bara vandræðagemlingur. Hún hefur ekki lengur áhuga á umhverfinu? Hún er komin út í þetta núna? Hún er með vandamál tengd reiðistjórnun og ætti að fara til læknis.“

Greta var ekki lengi að svara fyrir sig á Instagram og svaraði hún Bandaríkjaforseta með háðslegri færslu. Spurði hún hvort Trump hefði einhver ráð fyrir hana hvernig hún gæti rekist á við meint reiðivandamál sín.

„Ég heyrði að Donald Trump hefði enn á ný látið í ljós mjög lofsamlega skoðun sína á persónu minni, og ég kann að meta áhyggjur hans af andlegri heilsu minni,“ skrifaði hún.

„Til Trumps: Ég þigg með ánægju allar tillögur þínar um hvernig ég get tekist á við þessi svokölluðu reiðistjórnun­arvandamál, því miðað við þína glæsilegu ferilskrá virðist þú sjálfur þjást af þeim líka.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 5 dögum

Rannsaka aftur andlát frægs blaðamanns 20 árum eftir að hann lést

Rannsaka aftur andlát frægs blaðamanns 20 árum eftir að hann lést
Pressan
Fyrir 5 dögum

Opnar sig um samtalið sem hún átti við alræmdan frænda sinn eftir að hann var sakaður um kynferðisbrot

Opnar sig um samtalið sem hún átti við alræmdan frænda sinn eftir að hann var sakaður um kynferðisbrot