Trump var spurður út í Gretu á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gærkvöldi þar sem hann lét ýmislegt flakka um sænsku baráttukonuna.
„Hún er bara vandræðagemlingur. Hún hefur ekki lengur áhuga á umhverfinu? Hún er komin út í þetta núna? Hún er með vandamál tengd reiðistjórnun og ætti að fara til læknis.“
Greta var ekki lengi að svara fyrir sig á Instagram og svaraði hún Bandaríkjaforseta með háðslegri færslu. Spurði hún hvort Trump hefði einhver ráð fyrir hana hvernig hún gæti rekist á við meint reiðivandamál sín.
„Ég heyrði að Donald Trump hefði enn á ný látið í ljós mjög lofsamlega skoðun sína á persónu minni, og ég kann að meta áhyggjur hans af andlegri heilsu minni,“ skrifaði hún.
„Til Trumps: Ég þigg með ánægju allar tillögur þínar um hvernig ég get tekist á við þessi svokölluðu reiðistjórnunarvandamál, því miðað við þína glæsilegu ferilskrá virðist þú sjálfur þjást af þeim líka.“