Í hverfi 11 var tilkynnt um eignaspjöll á fjórum bifreiðum, en þar hafði verið stungið á hjólbarða bifreiðanna og spreyjað á þær. Frekari upplýsingar um skemmdarverkin koma ekki fram í skeyti lögreglu.
Þá var ökumaður handtekinn grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna í hverfi 200, en sá var einnig sviptur ökuréttindum. Að sögn lögreglu reyndi maðurinn að flýja undan lögreglu eftir að hafa stöðvað bifreið sína, en hafði ekki erindi sem erfiði. Honum var sleppt að lokinni sýnatöku.
Í miðborginni var óskað eftir aðstoð lögreglu vegna manns sem var með blæðandi sár á höfði á bar. Í ljós kom að um óhapp var að ræða og fékk viðkomandi aðhlynningu sjúkraliðs.