fbpx
Mánudagur 06.október 2025
433Sport

Tómas Þór segir að kjánalegt yrði að velja ekki Eið Smára ef möguleikinn er fyrir hendi

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 6. október 2025 12:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er enn óljóst hvort Srdjan Tufegdzic, Túfa, verði áfram þjálfari Vals á næstu leiktíð eður ei. Tómas Þór Þórðarson telur að félagið eigi að ráða Eið Smára Guðjohnsen.

Valur missti af Íslandsmeistaratitlinum undanfarnar vikur í Bestu deildinni eftir að hafa verið á toppnum lengi vel. Framtíð Túfa hefur verið í umræðunni og einhverjir vilja skipta um mann í brúnni.

„Það hafa allir undir hans stjórn varla verið betri en á æfingum hjá Eiði. Hann er víst líka geggjaður í klefanum, klefaræður eru upp á 15.5. Við skulum vera heiðarlegir með það að hann er fjórtán sinnum stærri en leikmenn Vals til samans, þannig að það er ekkert mál að laga klefann,“ sagði Tómas Þór Þórðarson í útvarpsþættinum Fótbolti.net.

„Ef að hann er í lagi þá er þetta maðurinn sem Valur á að keyra á. Hann er með djúpar tengingar þarna, væntanlega hungraður og sagði í Dr. Football að hann væri klár í slaginn. Ef að hann er klár þá ætla ég að fara það langt að segja að það væri skrítið ef þeir myndu ekki ráða hann. Miðað við það sem þeir þurfa væri annað kjánalegt.“

Eiður hefur áður þjálfað FH og verið aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins, sem og U-21 árs landsliðsins.

Eiður ræddi einmitt framtíð sína í þjálfun í umræddum þætti af Dr. Football. Má lesa nánar um það hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Furða sig á háu miðaverði í Vesturbænum – „Helvíti vel í lagt“

Furða sig á háu miðaverði í Vesturbænum – „Helvíti vel í lagt“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Ödegaard dregur sig úr hópnum

Ödegaard dregur sig úr hópnum
433Sport
Fyrir 2 dögum

City staðfestir launahækkun og lengri samning

City staðfestir launahækkun og lengri samning
433Sport
Fyrir 2 dögum

Ósáttur með framkomu Manchester United – Hættu að bjóða honum góðan daginn

Ósáttur með framkomu Manchester United – Hættu að bjóða honum góðan daginn
433Sport
Fyrir 2 dögum

Tuchel harður á því að geta unnið HM án þess að velja Bellingham

Tuchel harður á því að geta unnið HM án þess að velja Bellingham
433Sport
Fyrir 2 dögum

Stuðningsmenn Liverpool slegnir yfir nýju lagi Taylor Swift

Stuðningsmenn Liverpool slegnir yfir nýju lagi Taylor Swift