fbpx
Sunnudagur 05.október 2025
Fréttir

Vísindamenn spenntir – gæti líf fundist á tungli Satúrnusar?

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 5. október 2025 09:06

Satúrnus

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vísindamenn hjá Evrópsku geimstofnuninni (ESA) telja nú að líf geti leynst djúpt undir yfirborði Enceladusar, eins af tunglum Satúrnusar. Þótt tunglið virðist ólífvænlegt og gaddfreðið við fyrstu sýn þá spýtast örsmáir ískristallar stöðugt út í geiminn úr sprungum í ísnum. Gögn frá geimfarinu Cassini benda til þess að í þessum ískristöllum sé að finna flókin lífræn efni  – byggingareiningar lífs.

Samkvæmt nýrri rannsókn gætu sum þessara efna verið hluti af efnahvörfum sem leiða til lífs. Rannsakendur segja að Enceladus „haki nú við alla reiti“ til að teljast lífvænlegur heimur, þar finnst fljótandi vatn, orka frá hitauppstreymi á hafsbotni og rétta blanda af efnum.

„Jafnvel þótt við fyndum ekki líf á Enceladusi þá er þetta stórkostleg uppgötvun,“ segir dr. Nozair Khawaja frá Freie Universität í Berlín. „Þá þyrftum við að spyrja hvers vegna líf er ekki til staðar þó skilyrðin séu fullkomin.“

Enceladus er aðeins um 500 kílómetra í þvermál en undir ísskorpunni er haf að finna. Hitastrókar á hafsbotni knýja vatn upp í gegnum sprungur,  líkt og hverir á hafsbotni Jarðar þar sem líf dafnar án sólarljóss.

ESA stefnir nú að fyrstu lendingunni á Enceladusi. Nýtt geimfar mun safna fleiri ískristulum og jafnvel rannsaka yfirborðið sjálft,  sem gæti svarað spurningunni um hvort þetta tungl Satúrnusar  hýsi líf.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Telja að skuggaskip Rússa geti tengst níu drónaárásum í Evrópu

Telja að skuggaskip Rússa geti tengst níu drónaárásum í Evrópu
Fréttir
Í gær

Þjóðkirkjan búin að fá nóg og vill láta hækka sóknargjöldin um 60 prósent – „Þessu þarf að linna“

Þjóðkirkjan búin að fá nóg og vill láta hækka sóknargjöldin um 60 prósent – „Þessu þarf að linna“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Elon Musk rak starfsmann á staðnum sem benti honum á að hann væri orðinn óvinsæll

Elon Musk rak starfsmann á staðnum sem benti honum á að hann væri orðinn óvinsæll
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Telur leigjendur á Íslandi vantalda um 75.000 – „Það er nú svolítið mikil skekkja.“

Telur leigjendur á Íslandi vantalda um 75.000 – „Það er nú svolítið mikil skekkja.“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íbúar í miðbænum kæra framkvæmd sem þeir segja óframkvæmanlega – Efasemdir hjá borginni hurfu

Íbúar í miðbænum kæra framkvæmd sem þeir segja óframkvæmanlega – Efasemdir hjá borginni hurfu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Birta mynd af meintum hryðjuverkamanni í Manchester

Birta mynd af meintum hryðjuverkamanni í Manchester