fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
Fréttir

Er virkilega hægt að kaupa sófa frá Play á krónu?

Ritstjórn DV
Föstudaginn 3. október 2025 17:30

Mynd: Skjáskot/Efnisveitan.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einhverja rak líklega í rogastans við lestur fréttar á vef RÚV fyrr í dag þar sem mátti lesa að ýmsir munir sem eru í eigu hins gjaldþrota flugfélags Play séu til sölu og þar á meðal hornsófi í hinum rauða einkennislit félagsins og verðið á honum aðeins ein króna. Þegar betur er að gáð virðist það vera of gott til að vera satt.

Sófinn ásamt ýmsu öðru frá Play er til sölu hjá fyrirtækinu Efnisveitan. Á vef þess segir um sófann:

„Vegna falls flugfélagsins Play er rauður hornsófi til sölu. Glæsilegur hornsófi í kraftmiklum rauðum lit sem setur sterkan svip á hvaða rými sem er. Sófinn er hannaður með sléttum línum, þægilegum sætispúðum og mjóum stálfótum sem gefa honum nútímalegt og létt yfirbragð. Sófinn hentar vel í móttökurými, setustofur eða opið vinnurými þar sem lögð er áhersla á bæði notagildi og stílhreint útlit.“

Sófinn er 360 sentímetrar að lengd og 210 sentímetrar að breidd. Þótt hann sé notaður og frá gjaldþrota fyrirtæki virðist því ein króna vera full lágt verð fyrir hann. Þegar þessi orð eru rituð þá stendur undir mynd af sófanum á vefsíðu Efnisveitunnar að verðið sé í vinnslu en svo stendur neðar að það sé ein króna. Líklega hefur það verð verið skráð til að koma sófanum inn á síðuna en velta má fyrir sér hvort það hefði ekki verið réttara að bíða með að skrá sófann á síðuna þar til endanlegt verð væri klárt.

Eðlilegri verð

Aðrir munir úr þrotabúi Play sem Efnisveitan auglýsir til sölu eru á eðlilegri verðum en fram kemur að nokkuð hafi verið slegið af verðinu á þeim öllum. Tveir munir hafa þegar verið seldir en tveir aðrir sófar eru til sölu þar af annar hornsófi sem af myndum að dæma virðist minni en rauði sófinn. Sá er grár og uppgefin mál eru 78 sentímetrar á hæð, 260 sentímetrar að breidd og 200 sentímetrar á dýpt. Þessi sófi er verðlagður á 334.800 krónur, með virðisaukaskatti, en nýr kostaði hann 550.000 krónur án virðisaukaskatts.

Það virðist því vera of gott til að vera satt að hægt sé að kaupa hornsófa úr þrotabúi Play á eina krónu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Foreldar barna á Múlaborg stíga fram og segja kerfið hafa brugðist – Fyrsti grunur tilkynntur ári fyrir handtökuna

Foreldar barna á Múlaborg stíga fram og segja kerfið hafa brugðist – Fyrsti grunur tilkynntur ári fyrir handtökuna
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Rekstur veitingastaðar Tamilu og Jónsa endaði með ósköpum – Ásakanir um þjófnað, fals, meiðyrði, hótanir og ýjað að hjúskaparbroti

Rekstur veitingastaðar Tamilu og Jónsa endaði með ósköpum – Ásakanir um þjófnað, fals, meiðyrði, hótanir og ýjað að hjúskaparbroti
Fréttir
Í gær

Stefán Einar tjáir sig um arabísku mennina – „Hrein og klár ögrun við íslenskt samfélag“

Stefán Einar tjáir sig um arabísku mennina – „Hrein og klár ögrun við íslenskt samfélag“
Fréttir
Í gær

Trump trylltist við spurningar blaðakonu – „Róaðu þig, svínka“

Trump trylltist við spurningar blaðakonu – „Róaðu þig, svínka“
Fréttir
Í gær

Segja Trump hafa neyðst til að taka u-beygju varðandi Epstein-skjölin en sé alls ekki sáttur

Segja Trump hafa neyðst til að taka u-beygju varðandi Epstein-skjölin en sé alls ekki sáttur
Fréttir
Í gær

FÍF boðar til yfirvinnubanns

FÍF boðar til yfirvinnubanns
Fréttir
Í gær

Er hætta á að netglæpamenn blekki þig? – Taktu netsvikaprófið

Er hætta á að netglæpamenn blekki þig? – Taktu netsvikaprófið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þitt nafn bjargar lífi – Af hverju mannúðin getur sigrað

Þitt nafn bjargar lífi – Af hverju mannúðin getur sigrað
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Biður um fjármagn svo lögreglan geti vaktað Alþingi allan sólarhringinn

Biður um fjármagn svo lögreglan geti vaktað Alþingi allan sólarhringinn