fbpx
Mánudagur 29.september 2025
Fréttir

Play gefur út leiðbeiningar til farþega nú þegar fyrirtækið er farið á hausinn

Ritstjórn DV
Mánudaginn 29. september 2025 10:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og greint var frá í morgun hefur flugfélagið Play hætt starfsemi og hafa öll flug verið felld niður. Á vef Play má nálgast leiðbeiningar til farþega um hvað þeir geta gert hafi þeir átt flug með félaginu eða eru strandaglópar erlendis.

Farþegar eru í fyrsta lagi hvattir til að kanna flug hjá öðrum flugfélögum og bent á að sum félög kunni að bjóða upp á svokölluð björgunarfargjöld.

„Farþegar sem greiddu með kreditkorti geta haft samband við kortafyrirtækið sitt varðandi endurgreiðslu. Hafi bókun verið hluti af pakkaferð (flug + gisting eða önnur þjónusta) hjá ferðaskrifstofu innan EES, er hægt að hafa samband við ferðaskrifstofuna,” segir enn fremur.

Þá kemur fram að réttindi kunni einnig að nást samkvæmt Evrópureglum um réttindi flugfarþega. Í tilviki gjaldþrots skuli beina kröfum til skiptastjóra.

Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir við RÚV að fólk sem á flugmiða með Play ætti að hafa samband við sinn viðskiptabanka og óska eftir endurgreiðslu. Þeir sem staddir eru erlendis ættu að hinkra örlítið og fylgjast með upplýsingum á vef Samgöngustofu.

Breki segir enn fremur að almennt gangi það hratt að koma fólki heim.

„Það verður náttúrulega einhver röskun en réttur fólks sem hefur greitt með kreditkortum er ansi ríkur og einfalt að fá endurgreitt hjá viðskiptabanka sínum eða útgefanda kortanna með því að hafa samband og óska eftir því,“ segir hann meðal annars.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Stefán Einar kallar Hallgrím Helgason hrotta og segir samvisku Bubba vera beygða og beyglaða

Stefán Einar kallar Hallgrím Helgason hrotta og segir samvisku Bubba vera beygða og beyglaða
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Magga Frikka þróar umhverfisvænar umbúðir og hlýtur alþjóðleg verðlaun

Magga Frikka þróar umhverfisvænar umbúðir og hlýtur alþjóðleg verðlaun