fbpx
Sunnudagur 28.september 2025
Fréttir

Gufunesmálið: Maður sem hafði samband við lögreglu og átti þátt í að leysa málið var sakfelldur

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 28. september 2025 11:30

Héraðsdómur Suðurlands. Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einn sakborninga í Gufunesmálinu hafði samband við lögreglu þann 11. mars, sama dag og Hjörleifur Haukur Guðmundsson lét lífið í kjölfar misþyrminga, og sagðist hafa upplýsingar í málinu. Þessi maður var sakfelldur fyrir peningaþvætti vegna sinnar hlutdeildar í málinu en refsingu yfir honum frestað og fellur hún niður innan tveggja ára.

Þeir Stefán Blackburn, Lúkas Geir Ingvarsson og Matthías Björn Erlingsson voru allir sakfelldur fyrir manndráp, frelsissviptingu og rán í málinu og Stefán var að auki sakfelldur fyrir tilraun til fjárkúgunar. Hlutu Stefán og Lúkas Geir 17 ára fangelsi og Matthías 14 ára fangelsi.

Umræddur sakborningur var ákærður fyrir að hafa aðfaranótt þriðjudagsins 11. mars, að beiðni Matthíasar og Lúkasar, samþykkt að taka við millifærslu að fjárhæð þrjár milljónir króna inn á bankareikning sinn, af bankareikningi brotaþolans Hjörleifs. Hafi hann verið meðvitað um að um ávinning brots væri að ræða. Hann hafi síðan millifært fjárhæðina inn á bankareikning Matthíasar.

Sem fyrr segir hafði maðurinn samband við lögreglu að fyrra bragði og lýsti því að hann hefði látið Lúkas og Matthías í té bankaupplýsingar sínar eftir kröfu frá þeim. Gaf hann skýrslu hjá lögreglu daginn eftir, þann 12. mars, og sagði að þeir tveir hefðu hringt í sig og krafið sig um bankaupplýsingarnar. Hann hefði orðið við því þar sem hann væri hræddur við þá báða, sérstaklega við Lúkas. Hann hafi síðan farið að sofa en daginn eftir hafi hann séð að lagðar höfðu verið inn hjá honum þrjár milljónir króna af reikningi Hjörleifs. Um þetta leyti var búið að greina frá hvarfi og andláti Hjörleifs í fjölmiðlum. Maðurinn greindi svo frá því að hann hefði millifært peningana inn á reikning Matthíasar.

Mátti var ljóst að um illa fengið fé væri að ræða

Maðurinn neitaði sök í málinu á þeim forsendum að hann hefði ekki vitað að um væri að ræða fjármuni sem voru ávinningur af refsiverðu broti. Byggði hann á því að honum hefði verið hótað og hann hafi verið mjög hræddur við tvímenningana.

Dómari mat aðstæður í kringum brotin hins vegar þannig að ákærða hlyti að hafa verið ljóst að verulegar líkur væru á því að um væri að ræða illa fengið fé. Einnig er nefnt í dómnum að ákærði þekkti ekkert til Hjörleifs heitins og ekkert hefði komið fram um að hann hafi átt von á greiðslu frá honum.

Ekki var hægt að finna sannanir fyrir því að Matthías og Lúkas hefðu beinlínis hótað manninum. Segir í dómnum að vel megi vera að honum hafi staðið stuggur af þeim en það breyti því ekki að hann hafi haft val um gjörðir sínar og kosið að gera það sem hann var beðinn um. Sé hafið yfir skymsamlæegan vafa að hann hafi gerst sekur um peningaþvætti.

Við ákvörðun refsingar var litið þess að ákærði hefur ekki áður verið fundinn sekur um refsiverðan verknað og var aðeins 18 ára gamall þegar hann framdi brotið. Einnig er litið til þess að hann upplýsti sjálfur um brot sitt þegar honum var ljós alvarleiki málsins. Segir að það frumkvæði hafi átt talsverðan þátt í að málið upplýstist a.m.k. fyrr en ella hefði verið.

Var niðurstaðan sú að refsingu yfir manninum er frestað og skal falla niður að liðnum tveimur árum haldi hann almennt skilorð.

Sjá einnig: Þessi eru ákærð í Gufunesmálinu – Svona var atburðarásin sem leiddi til hörmulegs andláts Hjörleifs

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum laust til umsóknar – Þetta eru hæfniskröfurnar

Embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum laust til umsóknar – Þetta eru hæfniskröfurnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hafþór Júlíus skorar á Jake Paul í hnefaleikum – Paul hafi aðeins boxað við „litla menn“

Hafþór Júlíus skorar á Jake Paul í hnefaleikum – Paul hafi aðeins boxað við „litla menn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Refsing hótelstarfsmanns sem nauðgaði þroskaskertum gesti milduð

Refsing hótelstarfsmanns sem nauðgaði þroskaskertum gesti milduð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Úthúðar Guðmundi Inga og segir hann ekki ráða við verkefnið – „Gerum við ekki meiri kröfur en þetta?“

Úthúðar Guðmundi Inga og segir hann ekki ráða við verkefnið – „Gerum við ekki meiri kröfur en þetta?“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lögregla sendir ökumönnum skýr skilaboð – Yfir þúsund staðnir að hraðakstri

Lögregla sendir ökumönnum skýr skilaboð – Yfir þúsund staðnir að hraðakstri
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bjóða upp einbýlishús á Akureyri vegna bílhræja á lóðinni – Heilbrigðisnefnd gáttuð á sinnuleysi eigenda

Bjóða upp einbýlishús á Akureyri vegna bílhræja á lóðinni – Heilbrigðisnefnd gáttuð á sinnuleysi eigenda