fbpx
Föstudagur 26.september 2025
Fréttir

Veitustjóri Dalvíkurbyggðar rekinn eftir innan við tvö ár í starfi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 26. september 2025 20:00

Dalvík. Mynd: Youtube-skjáskot

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Veitustjóra Dalvíkurbyggðar, Höllu Dögg Káradóttur, hefur verið sagt upp störfum og hætti hún í gær.

Samkvæmt óstaðfestum heimildum tengist málið uppákomu á árshátíð starfsmanna bæjarfélagsins sem haldin var í félagsheimilinu Árskógi um síðustu helgi. Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, sveitarstjóri Dalvíkurbyggðar, staðfesti uppsögnina í samtali við DV en vildi ekki tjá sig um ástæður hennar.

„Ég get ekki tjáð mig um starfsmannamál, ég get þó sagt þér að það var stjórnandi sem hætti í gær. Ég tjái mig þó ekki um ástæður uppsagnarinnar.“

Aðspurð staðfesti Eyrún að umræddur stjórnandi væri veitustjórinn, Halla Dögg Káradóttir. Hún var ráðin í starfið í nóvember 2023.

DV náði sambandi við Höllu Dögg sem vildi ekki tjá sig um málið. Líkt og Eyrún játaði hún hvorki né neitaði að uppsögnin tengdist áðurnefndri árshátíð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt