Amad Diallo verður ekki með Manchester United í hádegisleik ensku úrvalsdeildarinnar gegn Brentford á morgun þar sem aðili í fjölskyldu hans féll frá.
Diallo hefur verið í stóru hlutverki á leiktíðinni, en Ruben Amorim stjóri United greindi frá tíðindunum á blaðamannafundi í dag.
„Amad er ekki með okkur þar sem aðili í fjölskyldu hans féll frá,“ sagði Amorim um málið.
„Við styðjum Amad eins og við getum og skiljum vel að hann hafi þurfti að halda heim vegna þessa.“