Arne Slot stjóri Liverpool segir það falsfrétt að Hugo Ekitike framherji félagsins hafi verið sektaður um tvegggja vikna laun. Slíku var haldið fram í enskum blöðum í dag.
Franski framherjinn skoraði sigurmark liðsins í leiknum gegn Southampton í vikunni en fékk í kjölfarið rauða spjaldið.
Ekitike var á gulu spjaldi þegar hann skoraði og ákvað að rífa sig úr treyjunni, hann var í kjölfarið rekinn af velli.
Daily Mail sagði að Liverpool mynda sekta Ekitike og að sektin yrði líklgea tveggja vikna laun. Það er ekki rétt.
„Hann fær ekki neina sekt, ég ræddi við hann og hann bað liðsfélaga sína afsökunar,“ segir Slot.
„Hjá þessu félagi má gera mistök án þess að fá sekt. Hann er ungur en frábær manneskja.“