fbpx
Laugardagur 27.desember 2025
Fréttir

„Öskubuskuþjófurinn“ hlaut makleg málagjöld

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 28. september 2025 19:30

Skjáskot úr öryggismyndavél af þjófnaðinum

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breskur karlmaður á þrítugsaldri fékk makleg málagjöld þegar hann var dæmdur í 15 mánaða fangelsi fyrir þjófnað í vikunni. Málið hefur vakið nokkra athygli ytra ekki síst fyrir þær sakir að lögregla náði þjófinum með heldur óvenjulegum hætti.

Hinn 29 ára gamli Spencer Duarte réðst fyrirvaralaust að vegfaranda við Ludgate Hill í London í ágúst í fyrra og reif snjallsíma úr hendi hans en slíkir glæpir eru orðnir hvimleitt vandamál í stórborginni.

Duarte ætlaði svo að stökkva upp á reiðhjól sitt og stinga af en árvökulir vegfarendur gripu inn í og reyndu að stöðva för hans. Duarte komst undan eftir smá átök en varð að skilja eftir hjólið sitt, bakpoka – sem þó innihélt ekki neitt merkilegt og annan skóinn sinn.

Það var skórinn sem síðan felldi þjófinn og varð til þess að hann var uppnefndur „Öskubuskuþjófurinn“ í breskum miðlum. Rannsóknarlögreglumönnum tókst að finna nægilegt DNA af Duarte í skónum og bera það saman við gagnagrunn lögreglu. Þar sem Duarte hafði áður komist í kast við lögin fyrir þjófnaðarbrot þá var auðsótt mál að tengja hann við glæpinn.

Það var þó ekki fyrr en ári síðar sem Duarte var handtekinn enda var hann ekki skráður með neitt formlegt heimilisfang. Hann var svo leiddur fyrir dóm og sakfelldur fyrir áðurnefnt brot.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sakamál ársins I: Sjúkratryggingasvindlarinn, meintur banamaður Geirfinns nafngreindur og það sem þú vissir ekki um Gufunesmálið

Sakamál ársins I: Sjúkratryggingasvindlarinn, meintur banamaður Geirfinns nafngreindur og það sem þú vissir ekki um Gufunesmálið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sambýlisfólk í góðri trú handtekið við komuna heim frá Alicante vegna mistaka Lyfjastofnunar

Sambýlisfólk í góðri trú handtekið við komuna heim frá Alicante vegna mistaka Lyfjastofnunar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Færa menntunarsjóði Mæðrastyrksnefndar 2 milljónir króna

Færa menntunarsjóði Mæðrastyrksnefndar 2 milljónir króna
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þurfti að fara í hart eftir að húðflúrarinn neitaði að ljúka verkinu

Þurfti að fara í hart eftir að húðflúrarinn neitaði að ljúka verkinu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Gunnar sakar saksóknara um meiðyrði og hótar málsókn – „Háttsemi þín verður tilkynnt yfirmönnum þínum hjá LRH“

Gunnar sakar saksóknara um meiðyrði og hótar málsókn – „Háttsemi þín verður tilkynnt yfirmönnum þínum hjá LRH“
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Faðirinn í Suður-Afríku – „Þetta er fyrst og fremst fjölskylduharmleikur“

Faðirinn í Suður-Afríku – „Þetta er fyrst og fremst fjölskylduharmleikur“