fbpx
Föstudagur 19.september 2025
Fréttir

Forstöðumenn lýsa fullum stuðningi við framkvæmdastjóra og stjórn Sólheima

Ritstjórn DV
Föstudaginn 19. september 2025 15:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fimm forstöðumenn á Sólheimum í Grímsnesi birtu í dag stuðningsyfirlýsingu við framkvæmdastjóra Sólheima, stjórnarformann og stjórn í aðsendri grein á Vísi.

Tilefnið er nýleg umfjöllun Vísis um gagnrýni fráfarandi starfsmanns sem lýsti eitruðu andrúmslofti innan Sólheima, samskipti við framkvæmdastjóra hafi verið erfið, starfsfólki verið bolað úr starfi og ekki hlustað á raddir starfsfólks.

Af tilefni þeirrar umfjöllunar sem nýverið hefur birst um stjórn, stjórnarformann og framkvæmdastjóra Sólheima teljum við bæði rétt og skylt að stíga fram og gera grein fyrir afstöðu okkar,“ segir í upphafi greinarinnar.

Fram kemur að undir Sólheimum starfi þrjár sjálfseignarstofnanir; Styrktarsjóður Sólheima ses, Sólheimasetur ses og Sólheimar ses. Sú félagsþjónusta sem hefur verið til umfjöllunar heyrir undir Sólheima ses.

Í ársbyrjun lá fyrir að rekstur Sólheima ses stæðist ekki þau markmið sem sett höfðu verið. Sérstaklega vó þungt að framlög frá Bergrisanum höfðu dregist verulega saman á milli ára. Á sama tíma jókst launakostnaður og stöðugildum fjölgaði, meðal annars vegna styttingar vinnuvikunnar og aukinnar þjónustuþarfar.

Í ljósi alvarlegrar fjárhagsstöðu tók stjórn Sólheima þá ákvörðun að ráða Kristínu Albertsdóttur á ný sem framkvæmdastjóra Sólheima. Kristín hafði áður gegnt starfi framkvæmdastjóra með góðum árangri og sinnt þá meðal annars því krefjandi verkefni að rétta af rekstur Sólheima ses.

Samskipti okkar við Kristínu Albertsdóttur framkvæmdastjóra og Sigurjón Þórisson stjórnarformann hafa verið fagleg, jákvæð og uppbyggileg.

Við undirrituð lýsum við hér með yfir fullum stuðningi við framkvæmdastjóra Sólheima, stjórnarformann og stjórn.“

Undir þetta rita fimm forstöðumenn innan Sólheima.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

The Ultimate Eagles koma til Íslands í fyrsta skipti

The Ultimate Eagles koma til Íslands í fyrsta skipti
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Þingmaður Miðflokksins vill gera þessa tilraun áður en splæst er í „dýrustu samgönguframkvæmd Íslandssögunnar“

Þingmaður Miðflokksins vill gera þessa tilraun áður en splæst er í „dýrustu samgönguframkvæmd Íslandssögunnar“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Slapp við að greiða dagsektir vegna mistaka MAST

Slapp við að greiða dagsektir vegna mistaka MAST
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Manni sem grunaður er um brot gegn barni í heimahúsi sleppt lausum

Manni sem grunaður er um brot gegn barni í heimahúsi sleppt lausum
Fréttir
Í gær

Þórhallur fer af stað með Draumaliðsdeild Alþingis

Þórhallur fer af stað með Draumaliðsdeild Alþingis
Fréttir
Í gær

Konungsfjölskyldan gagnrýnd fyrir fordæmalausa sýndarmennsku í þágu Trump – „Þetta er þjóðarskömm“

Konungsfjölskyldan gagnrýnd fyrir fordæmalausa sýndarmennsku í þágu Trump – „Þetta er þjóðarskömm“
Fréttir
Í gær

Þingmaður Samfylkingarinnar segir umræðu um málaflokkinn „svolítið eins og að slást við loft, baráttan er svo óáþreifanleg“

Þingmaður Samfylkingarinnar segir umræðu um málaflokkinn „svolítið eins og að slást við loft, baráttan er svo óáþreifanleg“
Fréttir
Í gær

Bæjarfulltrúi segir líklega best að kljúfa Reykjanesbæ – Mikil óánægja vegna þrákelkni félags í eigu ríkisins

Bæjarfulltrúi segir líklega best að kljúfa Reykjanesbæ – Mikil óánægja vegna þrákelkni félags í eigu ríkisins