fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
Fréttir

Palestínsk kona á Íslandi krefst lögskilnaðar frá eiginmanni sínum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 19. september 2025 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Palestínsk kona á þrítugsaldri, sem hlaut alþjóðlega vernd hér á landi árið 2022, ásamt dóttur sinni, sem nú er 8 ára, hefur krafist lögskilnaðar frá eiginmanni sínum. Sá býr í Egyptalandi. Í stefnu konunnar, sem birt er í Lögbirtingablaðinu, segir að hjónin séu í engum samskiptum og faðirinn hafi ekki séð dótturina síðan hún var ungabarn, hún þekki hann því ekki.

Auk kröfu um lögskilnað krefst konan fullrar forsjár yfir dótturinni og meðlags frá föðurnum.

Í stefnunni segir:

„Stefnandi gerir kröfu um að henni verði með dómi veittur lögskilnaður frá stefnda. Krafan styðst við rétt stefnanda til lögskilnaðar í 37. gr. hjúskaparlaga nr. 31/1993 (,,hjl.“). Stefnandi og stefndi hafa ekki notið samvista síðan árið 2019 og hafa ekki tekið upp sambúð í nokkru formi eftir þann tíma. Samkvæmt fyrrgreindri 37. gr. hjl. getur hvort hjóna um sig krafist lögskilnaðar þegar samvistarslit vegna ósamlyndis hafa staðið í eitt ár hið skemmsta. Stefnandi telur skilyrðum ákvæðisins um samvistarslit bersýnilega fullnægt til þess að lögskilnaður verði veittur með dómi.“

Konan sótti um lögskilnað hjá sýslumanni sem vísaði máli hennar frá. Segir hún að lögboðnar sáttaumleitanir hjónanna hafi engan árangur borið. Í stefnunni segir:

„Afstaða stefnda til skilnaðarins er óþekkt. Hann brást ekki við tveimur boðum sýslumanns um sáttameðferð. Stefnandi fékk nýtt sáttarvottorð útgefið þann 8. júlí 2025 (dskj. 5) en þá tókst heldur ekki að ná sambandi við stefnda. Þar sem ekki hefur náðst í stefnda til þess að hljóta afstöðu hans til lögskilnaðar er nauðsynlegt að dómstólar fjalli um kröfuna, í samræmi við ákvæði 2. mgr. 41. gr. hjl.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Helga Vala varpar ljósi á ótrúlegan biðtíma: Sú staða getur komið upp að barn hafi ekki hitt foreldri sitt í tvö ár

Helga Vala varpar ljósi á ótrúlegan biðtíma: Sú staða getur komið upp að barn hafi ekki hitt foreldri sitt í tvö ár
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Gullgrafaraæði á bílastæðamarkaði: FÍB áætlar að tekjurnar hafi verið svona háar í fyrra

Gullgrafaraæði á bílastæðamarkaði: FÍB áætlar að tekjurnar hafi verið svona háar í fyrra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Týndi drengurinn í Flórída sagður í öruggum höndum þó lögregla leiti hans enn – Flókin forræðisdeila

Týndi drengurinn í Flórída sagður í öruggum höndum þó lögregla leiti hans enn – Flókin forræðisdeila
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stórleikarinn í dramatískri opinberri deilu við fyrrum ástkonu

Stórleikarinn í dramatískri opinberri deilu við fyrrum ástkonu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þuríður vill að ökunemar sem taka próf á sjálfskiptan bíl fái líka réttindi á beinskiptan

Þuríður vill að ökunemar sem taka próf á sjálfskiptan bíl fái líka réttindi á beinskiptan
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Páll flutti til Noregs og ber saman lífsgæði þar og á Íslandi – „Við eigum pening um hver mánaðamót“

Páll flutti til Noregs og ber saman lífsgæði þar og á Íslandi – „Við eigum pening um hver mánaðamót“