fbpx
Laugardagur 20.september 2025
Pressan

Varð blindur eftir eina íbúfen töflu – Sjóninni bjargað með ótrúlegri aðgerð

Pressan
Laugardaginn 20. september 2025 09:00

Brent Chapman getur aftur séð með því auga sem hann á eftir þökk sé sinni eigin augntönn og ótrúlegri skurðaðgerð. Mynd: Skjáskot/Youtube.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um jólaleytið fyrir um 20 árum, þegar hann var 13 ára, var Kanadamaðurinn Brent Chapman að spila körfubolta. Eitthvað hefur hann fundið til og ákvað því að taka eina töflu af íbúfeni. Hann hafði tekið þetta eitt útbreiddasta verkjalyf heims áður og taldi því að það myndi ekki hafar neinar sérstakar afleiðingar aðrar en þær að draga úr verknum. Raunin varð hins vegar sú að hann fékk svo heiftarleg ofnæmisviðbrögð og sýkingar í kjölfarið að hann missti annað augað og megnið af sjóninni á hinu auganu. Eftir fjölda aðgerða á auganu sem eftir er og tilrauna til endurheimta sjónina á því ákváðu læknar að grípa til úrræðis sem aðeins er beitt í svona tilfellum þegar ekkert annað hefur boðið árangur, að nota eina af tönnum Chapman.

Heilsuvefur CNN greinir frá þessari ótrúlegu lífsreynslu Chapman.

Ofnæmisviðbrögðin voru svo svæsin að hann hlaut brunasár út um allan líkamann þar á meðal á augunum. Eftir sýkingu missti hann vinstra augað og mest alla sjónina á hægra auganu. Aðrir hlutar líkamans jöfnuðu sig að fullu en sjónin kom ekki til baka á hægra augað.

Chapman segir að á þessum 20 árum sem liðin eru hafi hann undirgengist um 50 skurðaðgerðir en flestarr hafi þær falið sér í ígræðslu á hornhimnum. Það  hafi stundum borið árangur og sjónin á hægra auganu batnað  um tíma en það hafi alltaf á endanum gengið til baka.

Tönnin

Á endanum var ákveðið að leita nýrra leiða. Chapman undirgekkst öðruvísi skurðaðgerð. Greg Moloney skurðlæknir og prófessor við University of British Columbia græddi tönn úr Chapman inn í augað.

Greg Moloney. Mynd: Skjáskot/Youtube.

Aðgerðin bar árangur og Chapman fékk aftur sjón á auganu. Hann segist vera himinlifandi og sé smám saman að læra að þekkja heiminn í kringum sig upp á nýtt.

Umrædd aðgerð er sjaldan framkvæmd og er í raun litið á hana sem algert lokaúrræði í svona tilfellum.

Hún felst í því að tönn úr viðkomandi er saumuð inn í kinnina þeim megin sem augað, sem á að reyna að laga, er. Að nokkrum tíma liðnum er tönnin síðan grædd inn í augað.

Heilkennið

Ofnæmisviðbrögð við lyfjum sem eru jafn heiftarleg og hjá Chapman eru yfirleitt kölluð Stevens-Johnson heilkennið (e. syndrome). Hvaða lyf sem er getur orsakað heilkennið en þó er það misjafnt eftir lyfjum hversu algengt það getur verið.

Í hluta þeirra tilfella þar sem heilkennið brýst fram ræðst ónæmiskerfið á og eyðileggur stofnfrumur sem halda hornhimnum augnanna hreinum. Án þeirra byrja að myndast ör og hornhimnunar byrja að harðna líkt og húð sé að vaxa yfir þær, frumur hornhimnanna hætta að endurnýjast og þetta kemur í veg fyrir að ljós komist að sjónhimnu augans sem skerðir sjón viðkomandi.

Fyrst er reynt að laga þetta með hornhimnuígræðslu en ef það virkar ekki er gripið til tannar úr viðkomandi og þá yfirleitt augntannar enda eru það lengstu tennurnar í mannfólki.

Aðgerðin

Í megindráttum lýsir aðgerðin sér þannig að augntönnin er dregin úr munni sjúklingsins og þá með þunnu lagi af beini sem veitir stuðning og auka blóð, sem kemur í veg fyrir að tönnin deyi. Tönnin er síðan í raun skorin niður í 4 millimetra þykkt og eftir það er borað í hana til að koma fyrir svívalri linsu, úr plasti. Eftir það er tönnin grædd í kinn eða augnlok sjúklingsins og næstu mánuði vex mjúkvefur í kringum tönnina.

Tönnin þykir tilvalin til að halda linsunni á sínum stað þar sem hún er hörð og stöðug og enginn hætta er á að líkaminn hafni henni eins og oft gerist með ígrædd líffæri.

Eftir að búið er að koma augntönninni fyrir í kinninni eða augnlokinu er, í síðari hluta aðgerðarinnar, eftir að nægur tími er liðinn og tönninn hefur runnið nægilega vel saman við vef sjúklingsins, gerð lítil hola fremst í auganu. Tönnin er grædd við augað á þann hátt að linsan sé við holuna en aðrir hlutar tannarinnar eru þaktir vef úr munni sjúklingsins. Að öllu þessu loknu kemst ljós í gegnum linsuna að sjónhimnu augans og þá fær viðkomandi aftur sjónina svo lengi sem að sjónhimnan og sjóntaugin séu enn heilbrigð.

Sjaldgæft

Yfirleitt eru sjúklingar sem orðið hafa fyrir sömu áhrifum á augu þeirra og Chapman varð fyrir sendir fyrst í hornhimnuígræðslur eða öðruvísi aðgerðir en ekki beint í þessa umræddu aðgerð nema fyrirséð sé að ekkert annað muni bera árangur. Það eru ekki margir skurðlæknar í heiminum sem geta gert aðgerðina en fyrir þá sjúklinga sem geta undirgengist hana getur hún þýtt, ef hún ber árangur, að viðkomandi fái nánast fulla sjón á auganu.

Chapman undirgekkst fyri hluta aðgerðarinnar í febrúar síðastliðnum, þann seinni í júní en svo þurfti hann reyndar að fara í þriðja sinn undir hnífinn í ágúst þar sem laga þurfti stöðu linsunnar í auganu.

Eftir um 20 ára blindu er Chapman nú með um 2/3 af fullri sjón á hægra auganu. Hann segist áður en hann undirgekkst aðgerðina hafa nánast verið búinn að missa vonina um að sjá aftur en hafi vart ráðið við tilfinningarnar þegar hann sá himininn á ný og náði augnsambandi við aðra manneskju í fyrsta sinn í 20 ár en það var auðvitað við skurðlækninn sem gerði aðgerðina, áðurnefndan Greg Moloney. Þeir hafa fylgst að mest allan þennan tíma og Moloney segist mjög glaður fyrir hönd Chapman sem horfir nú björtum augum til framtíðar.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Rannsóknarlögreglukona dæmd fyrir að eltihrella og ofsækja – Laug barnaníði upp á fyrrverandi

Rannsóknarlögreglukona dæmd fyrir að eltihrella og ofsækja – Laug barnaníði upp á fyrrverandi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Rannsaka lát 19 ára stúlku á Tenerife

Rannsaka lát 19 ára stúlku á Tenerife
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hægri- og vinstrimenn Bandaríkjanna keppast við að sverja af sér meinta skotmanninn – En hvað er vitað um skoðanir hans?

Hægri- og vinstrimenn Bandaríkjanna keppast við að sverja af sér meinta skotmanninn – En hvað er vitað um skoðanir hans?
Pressan
Fyrir 6 dögum

Svona getur þú prófað hversu heilbrigð lungun þín eru

Svona getur þú prófað hversu heilbrigð lungun þín eru
Pressan
Fyrir 1 viku

Telja að myndbandsræða Trump hafi verið búin til af gervigreind

Telja að myndbandsræða Trump hafi verið búin til af gervigreind
Pressan
Fyrir 1 viku

Fékk ekki hlutverkið sem hann sóttist eftir – Leikstjórinn vildi ekki „Luke Skywalker“

Fékk ekki hlutverkið sem hann sóttist eftir – Leikstjórinn vildi ekki „Luke Skywalker“