Hildur Björnsdóttir, borgarfullfrúi Sjálfstæðisflokksins, vakti í gær athygli á skipulagi Keldnalands, þegar kemur að bílastæðamálum hverfisins. Aðeins brot íbúa hverfisins mun eiga kost á bílastæði, en þau verða engu að síður ekki við heimili þeirra íbúa. Í hverfinu er gert ráð fyrir 5,4 íbúum á hvern bíl, á landsvísu eru 1,6 íbúar á hvern bíl.
„Skipulag hverfisins gerir ráð fyrir 12 þúsund íbúum og 6 þúsund störfum. Heimilin verða 5.800 en bílastæðin aðeins 2.230. Það leiðir til þess að 62% heimila hverfisins geta ekki átt bíl. Hlutfallið verður raunar enn hærra þegar tekið er tillit til þess að hluti bílastæða mun fara undir deilibíla.“
Þeir íbúar sem munu eiga kost á bílastæði munu síðan ekki hafa þau við heimili sín, heldur munu þurfa að ganga í nokkrar mínútur að þeim. Íbúar geta einnig ekki gert ráð fyrir sama stæðinu vísu alltaf eða stæði í sama húsi alltaf, því hér er rétt að leggja að ræða ekki að eiga. Aðeins verða leyfð bílastæði við íbúðarhús fyrir fatlaða einstaklinga.
„Stæðin verða öllu heldur staðsett í átta miðlægum gjaldskyldum samgönguhúsum í allt að sjö mínútna göngufjarlægð frá heimilum. Það þarf vart að fjölyrða um óhagræðið sem þetta skapar fyrir fjölmarga samfélagshópa, svo sem fjölskyldufólk og aldraða.“ segir Hildur.
Hægt er að kynna sér skipulag Keldnaholts hér.
Fyrirhuguð borgarlína mun ganga gegnum hverfið, en hún er áætluð tilbúin árið 2036, meðan hverfið er áætlað tilbúið árið 2030. Allt að 10 mínútna göngutími verður í borgarlínuna fyrir íbúa.
„Þetta verður að teljast varasöm og öfgakennd samgöngustefna, ekki síst fyrir hverfi sem staðsett er svo austarlega í borginni. Verktakar hafa þegar lýst yfir áhugaleysi á svæðinu enda sé ekki eftirspurn eftir íbúðum í hverfum með þessu samgönguskipulagi. Þó sannarlega megi efla almenningssamgöngur svo notendum fjölgi, verður að teljast útópískt að telja fjölgunina geta orðið svo mikla að meginþorri fólks í eystri hverjum velji algjörlega bíllausan lífsstíl.
Ég kalla eftir því að borgaryfirvöld staðsetji sig í raunheimum og skipuleggi framtíðarbyggð með hliðsjón af raunverulegum þörfum borgarbúa.“
Morgunblaðið tók málið fyrir í blaði dagsins og segir Hildur í samtali nýjustu mælingar á ferðavenjum borgarbúa sýna að 70% ferða eru farin með bíl og það að skipuleggja hverfi austarlega í borginni, þar sem bílaeign og bílnotkun er sérstaklega mikil, með þessum hætti er algjörlega fjarstæðukennt.“
Einnig megi gera ráð fyrir að stór hluti íbúanna muni að líkindum starfa í öðrum borgarhlutum og þó það geti hugsað sér að ferðast með almenningssamgöngum á háannatímum þá þýði það ekki að fólk vilji ekki eiga bíl til að fara út á land eða sinna erindum eftir vinnu.“
„Þetta er auðvitað algjör dystópía, uppskálduð og ómöguleg samfélagsmynd sem vinstrimeirihlutinn teiknar upp í Keldnalandinu. Þetta er fullkomlega óraunhæft og stenst ekki kröfur venjulegs fólks. Verktakar hafa þegar stigið fram og sagst hafa lítinn sem engan áhuga á því að byggja hverfi sem er skipulagt svona. Þá má einnig halda því til haga að sala á Keldnalandinu er ein af fjármögnunarleiðum samgöngusáttmálans. Ef illa tekst til við að selja landið því skipulagið er svo vont þá förum við ekki langt með þau samgönguverkefni sem bíða í sáttmálanum.“