Everton telur sig geta keypt Jack Grealish endanlega næsta sumar. Telegraph segir frá þessu.
Grealish gekk í raðir Everton á láni frá Manchester City í sumar, en hann var ekki lengur inni í myndinni hjá Pep Guardiola.
Englendingurinn hefur farið afar vel af stað með Everton og virðist njóta sín í Liverpool-borg.
Everton sér fyrir sér að halda honum áfram og hefur möguleika á að festa kaup á honum fyrir 50 milljónir punda næsta sumar, samkæmt samkomulagi við City.
Félagið telur sig þó geta rætt við City um að borga töluvert minna þegar að því kemur.