Ayyoub Bouaddi, ungur miðjumaður Lille, hefur vægast sagt vakið athygli undanfarið og er á óskalista stórliða.
Bouaddi er aðeins 17 ára gamall en er þegar kominn í stórt hlutverk með Lille, þar sem hann spilar auðvitað með íslenska landsliðsmanninum Hákoni Arnari Haraldssyni.
Arsenal, Liverpool og Manchester United eru sögð á meðal áhugasamra en einnig fleiri stórlið í Evrópu, svosem Bayern Munchen, Real Madrid og RB Leipzig.
Þrátt fyrir ungan aldur verður Bouaddi ekki ódýr í janúar eða næsta sumar. Verðmiðinn er talinn um 40 milljónir punda.