Sádiarabíska félagið Al-Nassr hefur lagt fram risatilboð í Phil Foden hjá Manchester City. Þessu er haldið fram í spænska miðlinum Fichajes.
Glugginn í Sádí verður opinn í rúma viku til viðbótar og vill Al-Nassr, sem er auðvitað með Cristiano Ronaldo innanborðs, fá til sín stórt nafn úr ensku úrvalsdeildinni.
Tilboðið í Foden á að hafa hljóðað upp á um 112 milljónir punda. Það verður þó að teljast ólíklegt að verði af skiptunum.
Foden hefur verið að glíma við meiðsli í upphafi tímabils en byrjaði og skoraði í nágrannaslagnum gegn Manchester United í gær, sem vannst 3-0.