Það vakti mikla athygli og reiði stuðningsmanna Manchester City að sjá barþjón á heimavelli liðsins í treyju Manchester United í nágrannaslag liðanna í gær.
City vann sannfærandi 3-0 sigur en þyrstir vallargestir ráku margir hverjir upp stór augu þegar þeir sáu starfsmann dæla bjór í treyju hins liðsins í borginni.
Var hann í peysu yfir en renndi svo frá áður en hann fór að afgreiða. Í kjölfar mikillar gagnrýni brást City við með yfirlýsingu.
„Takk fyrir að vekja athygli okkar á þessu. Við getum staðfest að umræddum aðila hefur verið vikið úr starfi,“ sagði í henni.