fbpx
Mánudagur 15.september 2025
433Sport

Ryan Reynolds hjálpar ungri stúlku með krabbamein að upplifa draum sinn – Lagði inn tæpar 2 milljónir

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 15. september 2025 19:30

Ryan Reynolds og Blake Lively. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ryan Reynolds, eigandi Wrexham FC og Hollywood-leikari, hefur sýnt mikla hlýju og örlæti með því að gefa 10.000 pund (rúmlega 1,7 milljón krónur) til breskrar stúlku með sjaldgæft og árásargjarnt hjartakrabbamein. Hennar stærsta ósk er að heimsækja New York um jólin.

Lexi, 13 ára gömul frá Wrexham í Norðaustur-Wales, greindist með sjúkdóminn aðeins vikum eftir að hún sneri heim úr fjölskylduferð í sumar.

Síðan þá hefur líf fjölskyldunnar verið gjörbreytt. Lexi hefur gengist undir tvær opinar hjartaaðgerðir, fengið gangráð og gengur nú í gegnum harðar lyfjameðferðir.

Að auki missti Lexi hundinn sinn á meðan hún var í aðgerð, sem gerði ástandið enn erfiðara fyrir fjölskylduna.

Móðir hennar, Rebecca Collins, segir að þrátt fyrir óvissu og ótta sem fylgt hafi þessu tímabili, hafi Lexi sýnt ótrúlega hugrekki og styrk.

Hugrekki Lexi hefur ekki farið framhjá Ryan Reynolds, sem hefur persónulega styrkt „GoFundMe“-söfnun fjölskyldunnar og hjálpað þeim að fara yfir markmiðið sitt sem var 20.000 pund.

Áður hafði fjölskyldan safnað rúmlega 13.000 pundum með stuðningi frá heimamönnum, sem vildu hjálpa Lexi að láta jóladraum sinn rætast. Að heimsækja New York og sjá jólatréð á Rockefeller Center, líkt og í hennar uppáhaldsmynd, Home Alone frá árinu 1990.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Telja sig geta keypt Grealish á lækkuðu verði næsta sumar

Telja sig geta keypt Grealish á lækkuðu verði næsta sumar
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Guardiola í flokk með Ferguson

Guardiola í flokk með Ferguson
433Sport
Fyrir 2 dögum

Guðjón Pétur: „Það mun vera reiði í mér alla ævi gagnvart fólkinu sem stóð á bak við þessa frétt“

Guðjón Pétur: „Það mun vera reiði í mér alla ævi gagnvart fólkinu sem stóð á bak við þessa frétt“
433Sport
Fyrir 3 dögum

Þessar deildir klárast um helgina – Víða mikil spenna

Þessar deildir klárast um helgina – Víða mikil spenna