fbpx
Mánudagur 15.september 2025
433Sport

Ætlar ekki að sætta sig við það að vera varaskeifa hjá Liverpool

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 15. september 2025 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Andy Robertson, varafyrirliði Liverpool, viðurkennir að hafa hugsað um það að fara til Atletico Madrid í sumar, en hann er staðráðinn í að berjast fyrir sæti sínu á Anfield.

31 árs gamli vinstri bakvörðurinn hefur misst byrjunarliðssæti sitt til ungverska landsliðsmannsins Milos Kerkez, sem kom til félagsins í sumar fyrir 40 milljónir punda. Kerkez, sem er aðeins 21 árs, hefur byrjað flesta leiki undir stjórn Arne Slot.

Robertson minnti á sig í gær og kom sterkur inn þegar hann leysti Kerkez af hólmi á 38. mínútu í 1-0 sigri á Burnley, þar sem Slot vildi forðast að missa Kerkez af velli með annað gula spjaldið.

„Kannski var það möguleiki á einum tímapunkti,“ sagði Robertson spurður um Atletico Madrid.

„Ég vil spila leiki, ég vil vera byrjunarliðsbakvörður og ég þarf að halda áfram að ýta á eftir mínu og sýna hvað ég get.“

„Landsleikjahléið kom mér vel, fékk tvo heila leiki og tvö góð úrslit með Skotlandi. Ég fékk sjálfstraust úr því og finn að formið er að koma.“

Slot útskýrði skiptinguna á Kerkez svona: „Hann var kominn með gult spjald. Ég vissi að Burnley myndi reyna að nýta það sér og ef hann hefði fengið annað hefði það breytt öllu. Ég get aldrei verið 100% viss með Milos, hann spilar með miklum krafti og stundum þarf að grípa inn í snemma.“

Liverpool er eina liðið í deildinni með fullt hús stiga eftir fjóra leiki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Guardiola í flokk með Ferguson

Guardiola í flokk með Ferguson
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ætluðu að fá Donnarumma næsta sumar

Ætluðu að fá Donnarumma næsta sumar
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Starfsmaður á Manchester-slagnum vekur mikla reiði

Starfsmaður á Manchester-slagnum vekur mikla reiði
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Opnar sig um meintan ágreining við Óla Jó: Hætt við allt þegar hálftími var til stefnu – „Fór heim til hans og við spjölluðum“

Opnar sig um meintan ágreining við Óla Jó: Hætt við allt þegar hálftími var til stefnu – „Fór heim til hans og við spjölluðum“