Guðjón Pétur Lýðsson er að leggja skóna á hilluna eftir meira en 500 leiki á Íslandi, tvo Íslandsmeistaratitla, bikarmeistaratitil og fleira til. Guðjón fór yfir sviðið með Helga Fannari Sigurðssyni í Íþróttavikunni hér á 433.is.
Guðjón fór í atvinnumennsku til Helsingborg í Svíþjóð árið 2011 en tveimur árum áður bauðst honum að koma til Werder Bremen í Þýskalandi og spila með varaliðinu. Hafnaði hann því til að spila með uppeldisfélagi sínu, Haukum, í efstu deild í fyrsta sinn.
„Ég fékk boð um að fara þangað en fannst ekki nógu gott að vera í þriðju deild í Þýskalandi með varaliði Werder Bremen. Það er alveg smá eftirsjá af því. En mig langaði að vera með Haukum í efstu deild í fyrsta skiptið.“
Þarna voru stór nöfn hjá Werder, til að mynda Mesut Özil, sem átti eftir að gera garðinn frægan með Real Madrid og Arsenal.
„Ég var bara barnalegur og ekki með umboðsmann eða neitt. Það var kannski ekki alveg nógu góð hugsun á bak við þetta,“ sagði Guðjón.
Viðtalið í heild er í spilaranum og á helstu hlaðvarpsveitum.