fbpx
Fimmtudagur 29.janúar 2026
Fókus

Unn­steinn Manuel og Ágústa selja í miðbænum

Fókus
Sunnudaginn 14. september 2025 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Unnsteinn Manuel Stefánsson, tónlistarmaður og Ágústa Sveinsdóttir, vöruhönnuður, hafa sett íbúð sína við Grettisgötu í miðbæ Reykjavíkur á sölu. Ásett verð er 112,9 milljónir.

Íbúðin er 140 fermetra sérhæð í húsi sem byggt var árið 1930. Eigninni hefur verið skipt í tvær íbúðir, annars vegar 100 fermetra og hins vegar 40 fermetra.

Hægt er að breyta íbúðunum, með því að sameina þær í eina stóra hæð eða bæta svefnherbergi úr minni íbúð við aðalíbúðina.

Aðalíbúðin skiptist í hol, eldhús, borðstofu og stofu í alrými, tvö svefnherbergi, baðherbergi og geymslu sem nýtt er að hluta sem þvottaherbergi. 

Gengið er inn í aukaíbúðina af stigagangi. Skiptist hún í hol, stofu og borðstofu með eldhúsinnréttingu í alrými, baðherbergi og svefnherbergi. Úr því er útgengt á þak íbúðar fyrir neðan í gegnum svalahurð.

Nánari upplýsingar um eignina má finna hér.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Kanye biðst afsökunar á hegðun sinni og biður um skilning – „Ég missti tökin á raunveruleikanum“

Kanye biðst afsökunar á hegðun sinni og biður um skilning – „Ég missti tökin á raunveruleikanum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segist hafa verið rænd röddinni eftir réttarhöldin frægu – „Og það er vandamálið“

Segist hafa verið rænd röddinni eftir réttarhöldin frægu – „Og það er vandamálið“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Hreyfispjöld til heilsueflingar – Æfingar sem hægt er að gera hvar sem er

Hreyfispjöld til heilsueflingar – Æfingar sem hægt er að gera hvar sem er
Fókus
Fyrir 6 dögum

Sálfræðitryllirinn Röskun er fyrsta íslenska mynd ársins

Sálfræðitryllirinn Röskun er fyrsta íslenska mynd ársins