Unnsteinn Manuel Stefánsson, tónlistarmaður og Ágústa Sveinsdóttir, vöruhönnuður, hafa sett íbúð sína við Grettisgötu í miðbæ Reykjavíkur á sölu. Ásett verð er 112,9 milljónir.
Íbúðin er 140 fermetra sérhæð í húsi sem byggt var árið 1930. Eigninni hefur verið skipt í tvær íbúðir, annars vegar 100 fermetra og hins vegar 40 fermetra.
Hægt er að breyta íbúðunum, með því að sameina þær í eina stóra hæð eða bæta svefnherbergi úr minni íbúð við aðalíbúðina.
Aðalíbúðin skiptist í hol, eldhús, borðstofu og stofu í alrými, tvö svefnherbergi, baðherbergi og geymslu sem nýtt er að hluta sem þvottaherbergi.
Gengið er inn í aukaíbúðina af stigagangi. Skiptist hún í hol, stofu og borðstofu með eldhúsinnréttingu í alrými, baðherbergi og svefnherbergi. Úr því er útgengt á þak íbúðar fyrir neðan í gegnum svalahurð.
Nánari upplýsingar um eignina má finna hér.