fbpx
Föstudagur 12.september 2025
Fréttir

Jón Kaldal: „Þessi furðulega meðvirkni með fúskurum verður að hætta”

Ritstjórn DV
Föstudaginn 12. september 2025 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Almenningur verður að geta treyst því að stofnanir sinni lögbundnum skyldum sínum við rannsókn umhverfisslysa og refsi þeim sem bera ábyrgð á þeim eins og lög kveða á um.“

Þetta segir Jón Kaldal, talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins, í pistli á vef Vísis. Jón gerir þar að umtalsefni tvo nýlega úrskurði sem hann segir lýsandi fyrir værukærð opinberra stofnana sem eiga að gæta hagsmuna almennings í umhverfismálum.

„Fyrst leit dagsins ljós úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála um að fella úr úr gildi ákvörðun Umhverfisstofnunar um að grípa ekki til úrræða samkvæmt lögum um umhverfisábyrgð þegar Arctic Fish lét um 3.500 eldislaxa sleppa úr sjókví Patreksfirði í ágúst 2023.

Sama dag og úrskurðarnefndin tók í hnakkadrambið á Umhverfisstofnun vegna þessa tveggja ára gamals máls tók Fiskistofa keimlíka ákvörðun um aðgerðaleysi í glænýju umhverfisslysi í boði Arctic Fish.“

DV fjallaði meðal annars um úrskurð Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála og má lesa þá frétt hér.

Óskiljanlegt tómlæti

Jón segir í grein sinni að tómlæti Umhverfisstofnunar gagnvart kröfu um rannsókn á slysinu 2023 vera óskiljanlegt. Bendir hann á að brot á lögum um umhverfisábyrgð geti varðað sektum eða fangelsisvist ábyrgðarmanna viðkomandi fyrirtækja.

„Enn liggur ekki fyrir hvernig Umhverfisstofnun ætlar að bregðast við þessum áfellisdómi úrskurðarnefndarinnar. Ætlar stofnunin að ljúka rannsókn á þessu tveggja ára gamla máli?“

Jón segir að ábyrgðarmenn Arctic Fish haldi „brotastarfsemi“ sinni ótrauðir áfram og bendir hann á dæmi um að eldislaxar frá fyrirtækinu hafi verið fjarlægðir úr Haukadalsá, Hrútafjarðará, Vatnsdalsá og Blöndu svo dæmi séu nefnd.

„Og nú er það Fiskistofa sem neitar að verða við áskorun um að grípa til aðgerða sem geta varpað ljósi á mögulegt umfang þessa nýja umhverfisslyss í boði Daníels Jakobssonar, forstjóra Arctic Fish, og annarra ábyrgðarmanna fyrirtækisins,“ segir Jón.

Meðvirkni með fúskurum

Jón rifjar upp að í byrjun mánaðar hafi Landssamband veiðifélaga óskað eftir því við Fiskistofu að skipulögð yrði leit sérfræðinga að eldislaxi á laxgengum svæðum allra áa sem fóstra lax frá og með Andakílsá í vestri til og með Fnjóská í Eyjafirði í austri. Þessu hafi Fiskistofa hafnað síðasta föstudag.

„Hvaða eiga bændur að gera nú? Kæra ákvörðun Fiskistofu til úrskurðarnefndarinnar og vonast til að hún skipi Fiskistofu að láta leita að eldislaxi í ánum eftir tvö ár? Þetta er auðvitað glórulaus staða. Bændur undirbúa því nú sjálfir leit í ánum í samvinnu við okkur hjá Íslenska náttúruverndarsjóðnum og NASF.

Jón segir að auðvitað sé vonast til þess að þetta slys sé ekki jafn slæmt og þegar fjarlægðir voru um 500 eldislaxar frá Arctic Fish haustið 2023. Bendir hann jafnframt á að vonin ein sé engin vörn fyrir villta laxinn.

„Almenningur verður að geta treyst því að stofnanir sinni lögbundnum skyldum sínum við rannsókn umhverfisslysa og refsi þeim sem bera ábyrgð á þeim eins og lög kveða á um. Þessi furðulega meðvirkni með fúskurum verður að hætta.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Segja sveitarfélagið hafa urðað sorp á jörðinni í leyfisleysi í áratugi – Sturtuðu bílhræjum og spilliefnum ofan í gil og mokuðu yfir

Segja sveitarfélagið hafa urðað sorp á jörðinni í leyfisleysi í áratugi – Sturtuðu bílhræjum og spilliefnum ofan í gil og mokuðu yfir
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Gífurleg heift á bæjarstjórnarfundi í Kópavogi – „Ásakanir minnihlutans á hendur starfsmönnum um vísvitandi útúrsnúning eru ómaklegar og óásættanlegar“

Gífurleg heift á bæjarstjórnarfundi í Kópavogi – „Ásakanir minnihlutans á hendur starfsmönnum um vísvitandi útúrsnúning eru ómaklegar og óásættanlegar“
Fréttir
Í gær

Var að hita upp afganga þegar hann fékk símtal um stóra vinninginn

Var að hita upp afganga þegar hann fékk símtal um stóra vinninginn
Fréttir
Í gær

Grískum fíkniefnasala vísað úr landi – Búinn að lifa á bótum síðan 2021

Grískum fíkniefnasala vísað úr landi – Búinn að lifa á bótum síðan 2021
Fréttir
Í gær

Egill furðar sig á þessu í Leifsstöð – „Engin smá fjárfesting“

Egill furðar sig á þessu í Leifsstöð – „Engin smá fjárfesting“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sérkennileg skilaboð frá Trump vegna drónaflugs Rússa inn í Pólland

Sérkennileg skilaboð frá Trump vegna drónaflugs Rússa inn í Pólland