fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
Fréttir

Birta myndband af flótta hins meinta morðingja

Ritstjórn DV
Föstudaginn 12. september 2025 07:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska alríkislögreglan, FBI, hefur birt myndband þar sem sjá má manninn sem grunaður er um morðið á Charlie Kirk flýja eftir ódæðið.

Á myndbandinu, sem birt var á Youtube-síðu alríkislögreglunnar, sést hvernig maðurinn hleypur á harða spretti eftir þaki byggingar, stekkur svo til jarðar og hleypur í burtu.

Í texta við myndskeiðið segir að hinn meinti ódæðismaður hafi klifrað upp á þakið um klukkan tólf á hádegi þennan dag, en hann hafi svo stokkið niður af því og hlaupið á brott eftir að viðkomandi skaut og myrti Charlie Kirk.

Þá er ennfremur áréttað það sem áður hefur komið fram að maðurinn hafi skilið skotvopnið og skotfæri eftir í skóglendi í grennd við árásarstaðinn. Þá hafi á þakinu fundist skófar, lófafar og far eftir framhandlegg.

Þá eru allir, sem upplýsingar geta veitt um ódæðið, hvattir til þess að hafa samband við yfirvöld.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Uppsagnir á ritstjórn Morgunblaðsins

Uppsagnir á ritstjórn Morgunblaðsins
Fréttir
Í gær

Var sá eini sem komst lífs af úr flugslysinu – Svona er staðan fimm mánuðum síðar

Var sá eini sem komst lífs af úr flugslysinu – Svona er staðan fimm mánuðum síðar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Er barnið þitt með fölsuð skilríki?

Er barnið þitt með fölsuð skilríki?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óhugnanlegt kynferðisbrotamál ungmenna á Suðurnesjum – Dreifðu myndbandi af nauðgun gegn ólögráða stúlku á Snapchat

Óhugnanlegt kynferðisbrotamál ungmenna á Suðurnesjum – Dreifðu myndbandi af nauðgun gegn ólögráða stúlku á Snapchat