Bandaríska alríkislögreglan, FBI, hefur birt myndband þar sem sjá má manninn sem grunaður er um morðið á Charlie Kirk flýja eftir ódæðið.
Á myndbandinu, sem birt var á Youtube-síðu alríkislögreglunnar, sést hvernig maðurinn hleypur á harða spretti eftir þaki byggingar, stekkur svo til jarðar og hleypur í burtu.
Í texta við myndskeiðið segir að hinn meinti ódæðismaður hafi klifrað upp á þakið um klukkan tólf á hádegi þennan dag, en hann hafi svo stokkið niður af því og hlaupið á brott eftir að viðkomandi skaut og myrti Charlie Kirk.
Þá er ennfremur áréttað það sem áður hefur komið fram að maðurinn hafi skilið skotvopnið og skotfæri eftir í skóglendi í grennd við árásarstaðinn. Þá hafi á þakinu fundist skófar, lófafar og far eftir framhandlegg.
Þá eru allir, sem upplýsingar geta veitt um ódæðið, hvattir til þess að hafa samband við yfirvöld.