fbpx
Sunnudagur 14.september 2025
Pressan

Svona getur þú prófað hversu heilbrigð lungun þín eru

Pressan
Sunnudaginn 14. september 2025 07:30

Mynd: Skjáskot/Youtube.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og flestir ættu að vita er mikilvægt að lungun okkar séu í sem bestu ástandi. Sé ástandið hins vegar slæmt er hins vegar ekki ólíklegt að vanheilsa okkar sé enn víðtækari. Hægt er að gera einfalt próf á sínum eigin lungum til að kanna í hversu góðu ástandi þau eru og hversu gömul þau í raun eru orðin. Það getur líka verið mikilvægt fyrir aðra hluta líkamans að kanna öldrun lungnanna enda geta þau haft áhrif á hvernig líkaminn eldist.

BBC fjallar um þetta og minnir á með að hverjum andardrætti verði lungun fyrir áhrifum af ýmsum utanaðkomandi efnum til dæmis ryki.

Fyrr á þessu ári birti alþjóðlegt teymi vísindamanna niðurstöður rannsóknar um hvernig lungnastarfsemin breytist með aldrinum. Byggja niðurstöðurnar á gögnum sem safnað var frá 30.000 körlum og konum á löngu tímabili á síðustu öld.

Rannsóknin leiddi í ljós að lungnastarfsemin nær hámarki þegar fólk er á þrítugsaldri en konur ná yfirleitt sínu hámarki aðeins á undan körlum en síðan fer lungum þeirra að hnigna. Judith Garcia-Aymerich sem fór fyrir rannsókninni segir að ýmsir utanaðkomandi þættir geti hraðað hnignun lungnanna t.d. loftmengun og reykingar.

Því betri sem lungnastarfsemin er þegar hún nær hámarki því betur er maður í stakk búinn til að eiga við öndunarfærasjúkdóma og annað, sem kann tengjast vanheilsu lungnanna, síðar á ævinni.

Tengt öðru

Garcia-Aymerich segir að ástand lungnanna geti einnig tengst ýmsum öðrum heilsufarslegum þáttum til dæmis ónæmiskerfinu, þyngd og sjálfum heilanum.

Það þarf þó ekki að undirgangast umfangsmiklar rannsóknir með dýrum búnaði til að fá einhverja hugmynd um hvernig ástandi lungun manns eru í. Það er hægt ,eð áðurnefndu prófi sem er mjög einfalt í framkvæmd. Það sem þarf að hafa við höndina er stór plastflaska (helst 5 lítrar eða stærri), fata eða baðker, og gúmmíslanga.

Fyrsta skrefið er að hella 200 millilítrum af vatni í flöskuna og merkja svo við með penna á flöskuna, efst við yfirborð vatnsins. Síðan skal hella öðrum 200 millilítrum í flöskuna og merkja við á sama hátt. Endurtaka skal þetta þar til flaskan er orðin full. Því næst fyllum við fötuna eða baðkerið af vatni, setjum  fulla flöskuna undir yfirborðið, höfum hana opna og hvolfum henni síðan. Halda skal flöskunni í þessari stöðu og því næst þræða gúmmíslönguna í gegnum flöskustútinn en það dugar alveg þó hún sé ekki alveg þétt við flöskuna þegar lokið við að þræða. Loks skal draga andann eins djúpt og hægt er og blása af fullum krafti í hinn endann á slöngunni og sjá hversu mikið af vatni maður nær að blása út úr flöskunni, en það getur maður mælt með áðurnefndum merkingum.

Magnið

Með þessu prófi er hægt að mæla hversu mikið af lofti fólk getur andað frá sér. Því meira sem það er því betra ástandi eru lungu viðkomandi í og því meira loft geta lungun gefið frá sér. Magnið minnkar með aldrinum, um 0,2 lítra á áratug, og það á líka við um heilsuhraust fólk sem hefur aldrei reykt.

Heilbrigð lungu eiga samkvæmt rannsóknum að geta gefið 3-5 lítra af lofti frá sér með einum svona blæstri en það þarf ekki að vera áhyggjuefni þó að áðurnefnt próf veiti niðurstöður sem eru lægri en það.

Það er hægt að bæta ástand lungnanna ef þörf er á því og heilbrigð lungu eru mjög mikilvæg til að viðhalda góðri almennri heilsu og minnka líkurnar á ýmsum sjúkdómum og einnig til að halda sem bestri heilsu fram eftir aldri. Það er mögulegt að bæta ástand lungnanna með reglulegri hreyfingu, minnka inntöku salts og neyta matar sem er ríkur af fiskiolíu, C-vítamíni og E-vítamíni. Þetta allt getur minnkað bólgur í öndunarveginum, styrkt þá vöðva sem nýttir eru við öndun og verndað  lungnavefinn.

Það bætir einnig heilsu lungnanna að sleppa því að reykja og veipa.

Umfjöllun BBC í heild sinni er hægt að nálgast hér.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Jóhannes Valgeir látinn

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Bolsonaro sakfelldur fyrir valdaránstilraun

Bolsonaro sakfelldur fyrir valdaránstilraun
Pressan
Fyrir 2 dögum

Losnar ekki við óumbeðnar athugasemdir nágrannans – „Ég er ekki hörundsár, en ég hef fengið algjörlega nóg“

Losnar ekki við óumbeðnar athugasemdir nágrannans – „Ég er ekki hörundsár, en ég hef fengið algjörlega nóg“