fbpx
Fimmtudagur 29.janúar 2026
Fókus

Eigendur Deplar Farm selja stórglæsilega miðbæjarperlu

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 10. september 2025 14:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Glæsilegt einbýlishús á Smiðjustíg 13 í miðbæ Reykjavíkur er komið á sölu, uppsett verð er 275 milljónir króna.

Húsið er byggt árið 1905 og var teiknað af Rögnvaldi Ólafssyni sem oft hefur verið titlaður sem fyrsti íslenski arkitektinn. Byggingarréttur er á öðru húsi á lóð. á Húsið sem er með þremur auka íbúðum er á eignarlóð.

Eigandi hússins er Black Sheep ehf., fyrirtæki sem er í eigu bandaríska bankamannsins Chad Russ Pike og föður hans Alan Russell Pike, sem eiga Deplar Farm og Eleven Experience ehf. Er fyrirtækið með skrifstofur sínar í húsinu.

Eignin samanstendur af 182,3 fm. einbýli á þremur hæðum, 82,0 fm íbúðarrými í kjallara og 26,0 fm. útihúsi. Samtals 290,3 fm. Lóðin er 413,0 fm. eignarlóð.

Miðhæð: Komið er inn í rúmgott bíslag sem byggt var 1982 með náttúruflísum á gólfi og góðri lofthæð. Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf með baðkari, handklæðaofni og upphengdu salerni. Björt stofa og borðstofa með upprunalegum gólffjölum og góðri lofthæð. Nýtt eldhúsi frá 2012. Þvottahús inn af eldhúsi með innréttingu. Útgengt á tæplega 80 fm. sólríkan sólpall sem vísar til suðurs og þaðan niður í garðinn.

Efsta hæð: Gott alrými með mikilli lofthæð, nýtt í dag sem vinnuaðstaða. Lítið mál að standsetja svalir til norðurs. Tvö svefnherbergi og nætur-salerni með flísum. Stigi upp í gott svefnrými í rislofti. Hvíttuð eik á gólfi.

Neðsta hæð: Sérinngangur í kjallara. Komið er inn í stórt anddyri með mikilli lofthæð, góðum skápum og geymslu inn af. Tvær útleiguíbúðir, annars vegar um 60 fm. nýuppgerð tveggja herbergja íbúð og baðherbergi. Fallegir upprunalegir hleðsluveggir. Hin einingin er rúmgóð, tæplega 70 fm. stúdíóíbúð, byggð 1982, með náttúruflísum á gólfi.   

Á lóð er lítið 26 fm. hús sem innréttað er sem stúdíóíbúð. Allt nýtt og vel skipulagt.

Útigeymsla á lóð með hita og vatni ásamt geymsluskúr. Stór garður, hellulagður að hluta og sólpallur til suðurs.

Byggingarréttur fylgir fyrir tæplega 190 fm. hús á lóð númer 15. Búið er að gera deiliskipulagsbreytingu fyrir lóðina 2020-2021 og tók skipulagið gildi þann 2.september 2021.

Nánari upplýsingar um eignina má finna hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Dísa og Júlí eiga von á sumarbarni

Dísa og Júlí eiga von á sumarbarni
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ég lærði í raun að það þyrfti að vera sársaukafullt að fá meiri pening“

„Ég lærði í raun að það þyrfti að vera sársaukafullt að fá meiri pening“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Saga Dröfn þurfti að bíða í þrjú ár eftir að gerandi hennar var dreginn fyrir dóm – „Það var ekkert réttlæti sem að ég fékk í gegn“

Saga Dröfn þurfti að bíða í þrjú ár eftir að gerandi hennar var dreginn fyrir dóm – „Það var ekkert réttlæti sem að ég fékk í gegn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þetta eru bestu æfingarnar til að draga úr hættu á ótímabærum dauða

Þetta eru bestu æfingarnar til að draga úr hættu á ótímabærum dauða
Fókus
Fyrir 6 dögum

Saga Dröfn var að lifa af en ekki lifa: „Það hrundi allt eftir að hann lamdi mig“

Saga Dröfn var að lifa af en ekki lifa: „Það hrundi allt eftir að hann lamdi mig“
Fókus
Fyrir 6 dögum

„Loksins fær heimurinn að sjá Fisto á hvíta tjaldinu“ – Sjáðu stiklu nýjustu stórmyndar Jóhannesar Hauks

„Loksins fær heimurinn að sjá Fisto á hvíta tjaldinu“ – Sjáðu stiklu nýjustu stórmyndar Jóhannesar Hauks