fbpx
Miðvikudagur 10.september 2025
Fréttir

Íbúar logandi hræddir eftir að barnaníðingur flutti í bæinn – „Til skammar“

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 10. september 2025 10:30

Íbúar í Fellabæ eru hræddir. Mynd/Wikipedia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íbúar í Fljótsdalshéraði eru logandi hræddir eftir að fregnir bárust af því að dæmdur barnaníðingur hefði flutt í bæinn. Maðurinn fékk að mestu leyti skilorðsbundinn dóm fyrir brot gegn stjúpdóttur sem þóttu þó alvarleg.

Fjallað hefur verið um málið í íbúagrúbbu Fljótsdalshéraðs. Það er að hinn dæmdi barnaníðingur væri fluttur í íbúð í Fellabæ, sem er nálægur Egilsstöðum.

Óttast um öryggi barna sinna

„Fékk úthlutaða ibúð þar sem búa 2 litlar stelpur í sama húsi… verð nú bara að setja spurningamerki við það hvað féló er að pæla,“ segir ein áhyggjufull kona. „Þessi maður fékk íbúð við hliðin á barnsföður mínum. Núna erum við bæði hrædd að þær fari til hans í pabba viku með barnaníðing í næstu íbúð! Hvað er að?!“

„Á hvaða ferðalagi eru kjörnir fulltrúar?“ segir önnur kona, hneyksluð á úthlutuninni.

„Til skammar. Er svona svaka mikið til af félagslegu húsnæði í bænum að svona gerpi fær úthlutun,“ segir einn maður.

Gróf brot gegn ungu barni

DV fjallaði um dóm mannsins sumarið 2018, en hann var dæmdur í Héraðsdóm Norðurlands eystra þann 16. júlí árið 2018.

Var maðurinn dæmdur fyrir kynferðisbrot frá því hún var eins árs þar til hún var fjögurra ára gömul, á tímabilinu 2010 til 2014.

„…ákærði þuklaði og strauk kynfæri […], sleikti kynfæri hennar, fróaði sjálfum sér á meðan uns hann hafði sáðlát, lét hana í eitt til tvö skipti strjúka getnaðarlim hans og snerta með munninum,“ segir í dóminum. Í janúar árið 2014 hafi hann kysst hana tungukossi.

Sjá einnig:

Barnaníðingur á Norðurlandi gaf sig fram og viðurkenndi hrottalegt brot – Fær skilorðsbundinn dóm

Einnig tók hann myndir af athæfi sínu sem sýndu barnið á kynferðislegan hátt og var með þær í sinni vörslu í ákveðinn tíma.

Steig sjálfur fram

Málið var rannsakað árið 2014 þegar grunur kom upp um kynferðisbrot gegn barninu en var fellt niður þar sem sönnunargögn þóttu ekki næg. Árið 2017 leitaði maðurinn sjálfur til lögreglu og greindi frá brotum sínum. Þótti ekki ástæða til að efast um þetta og var maðurinn því dæmdur án frekari sönnunarfærslu.

„Við ákvörðun refsingar verður litið til þess að um er að ræða mjög alvarleg brot gegn ungu barni sem ákærða var trúað fyrir og hafði fjölskyldutengsl við. Á hinn bóginn verður einnig litið til þess að ákærði hefur hreinan sakarferil og þess að hann iðrast mjög verknaðarins,“ segir í dóminum.

Hlaut maðurinn tveggja ára fangelsisdóm en þar af 21 mánuð skilorðsbundinn til fimm ára. Gerð var krafa um 4 milljónir í miskabætur fyrir hönd stúlkunnar en henni voru dæmdar 2 milljónir króna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ísraelsmenn sprengja í Katar – Árásin harðlega fordæmd

Ísraelsmenn sprengja í Katar – Árásin harðlega fordæmd
Fréttir
Í gær

Glæpamaður sem lifði á kerfinu rekinn úr landi

Glæpamaður sem lifði á kerfinu rekinn úr landi
Fréttir
Í gær

Segir Samfylkinguna á rangri braut – „Það kemur mér virkilega á óvart“

Segir Samfylkinguna á rangri braut – „Það kemur mér virkilega á óvart“
Fréttir
Í gær

Magga Frikka fær að leggja fram bréf um meint framhjáhald Barböru

Magga Frikka fær að leggja fram bréf um meint framhjáhald Barböru
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Forngrip stolið frá Reiðhjólabændum – „Ekki hlaupið að því að hafa góðgerðarstarfsemi eins og Hjólasöfnun í friði“

Forngrip stolið frá Reiðhjólabændum – „Ekki hlaupið að því að hafa góðgerðarstarfsemi eins og Hjólasöfnun í friði“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mjög stórt fíkniefnamál þingfest í dag – 12 kíló af kókaíni

Mjög stórt fíkniefnamál þingfest í dag – 12 kíló af kókaíni