fbpx
Fimmtudagur 30.október 2025
Eyjan

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp

Eyjan
Laugardaginn 6. september 2025 15:00

Skjáskot úr Kastljósi á mánudagskvöld.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Snorri Másson, þingmaður Miðflokksins, gekk fram af flestum landsmönnum með forneskjulegum skoðunum, yfirgangi og ruddalegri framkomu gagnvart Þorbjörgu Þorvaldsdóttur, verkefnastýru Samtakanna 78, í Kastljósi á mánudag. Orðið á götunni er að hann hafi hins vegar talað inn í sinn markhóp og að í þeim hópi sé gerður góður rómur að málflutningi hans.

Enginn vafi leikur á því að bakslag hefur orðið í réttindabaráttu hinsegin fólks á undanförnum árum. Þetta er að gerast á alþjóðlegum vettvangi, leitt af lýðskrumurum á borð við Donald Trump og Viktor Orban, ósvífnum mönnum með einræðishneigðir sem eru sannfærðir um eigið ágæti og beita hverjum þeim meðulum sem þeim sýnist í þeirri fullvissu að tilgangurinn helgi meðalið. Tilgangurinn er að sjálfsögðu að hefja þá sjálfa til valda.

Ekki hefur vantað að þetta lýðskrum hefur náð fótfestu hér á landi eins og sást og heyrðist svo glögglega í Kastljósinu á mánudag. Þáttastjórnandinn hefði sannarlega þurft að hafa betri tök á þættinum og meiri stjórn á þingmanninum. Orðið á götunni er að í fullri einlægni megi raunar spyrja hvernig á því stendur að RÚV dettur í hug að fá Snorra Másson til þess að ræða um hinsegin málefni. Maður sem lítur á kynvitund fólks sem „hugmyndafræði“ hefur minna en ekkert fram að færa í þeirri umræðu. Fordómarnir eiga ekki að ráða þar för.

Orðið á götunni er að með yfirgangi sínum og öfgakenndum málflutningi hafi Snorri reyndar unnið málstað hinsegin fólks gagn en ekki ógagn. Við Íslendingar erum þannig gerðir, velflestir, að réttur fólks til að fá að vera það sjálft, hvernig sem það er, er heilagur í okkar huga. Við viljum ekki sjá það að forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðist gegn helgum réttindum minnihlutahópa.

Orðið á götunni er að þrátt fyrir allt megi ekki dæma Snorra of hart. Fólk fæðist nefnilega alls konar. Sumir fæðast í líkama sem samræmist ekki kynvitund þeirra. Sumir fæðast rauðhærðir og aðrir örvhentir. Sumir fæðast í kröftugum líkama á meðan aðrir fæðast fatlaðir. Sumir fæðast eldklárir en aðrir heimskir. Svo eru það þeir sem fæðast sem tækifærisinnaðir bjánar og hefur það ekkert með gáfnafar að gera. Í þessari viku höfum við einmitt fengið að sjá dæmi um hið síðastnefnda og það fleiri en eitt.

Orðið á götunni er að það séu slæm tíðindi fyrir Ísland ef stjórnmálamenn ætli að slá sig til riddara með því að höfða til lægstu hvata sem finnast í samfélaginu. Það séu svo váleg tíðindi ef RÚV ætlar að verða sá vettvangur sem ýtir undir málflutning fordómafullra lýðskrumara.

Vonarglætan í málinu er sú að Snorri gekkst við yfirgangi sínum í sjónvarpssal og sagðist ætla að bæta ráð sitt í þeim efnum. Nú er að vona að hann horfi vandlega í spegilinn og snúi af þeirri braut öfga og haturs sem hann er byrjaður að feta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Leiðtogar fylkinga Sjálfstæðisflokksins yfirbjóða hvor annan í stóryrðum vegna bensínlóðamála

Orðið á götunni: Leiðtogar fylkinga Sjálfstæðisflokksins yfirbjóða hvor annan í stóryrðum vegna bensínlóðamála
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Þrjár leiðir til að gæta íslenskra hagsmuna

Þorsteinn Pálsson skrifar: Þrjár leiðir til að gæta íslenskra hagsmuna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Enn bullar Binni blanki – verður að líta í eigin barm

Orðið á götunni: Enn bullar Binni blanki – verður að líta í eigin barm
Eyjan
Fyrir 1 viku

Benedikt Gíslason: Gott tækifæri til að losa heimilin við verðtrygginguna

Benedikt Gíslason: Gott tækifæri til að losa heimilin við verðtrygginguna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Benedikt Gíslason: Samkeppni mikil á íslenskum bankamarkaði – skattsporið stærra en erlendis

Benedikt Gíslason: Samkeppni mikil á íslenskum bankamarkaði – skattsporið stærra en erlendis
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Hildur mætir ólesin í munnlegt próf

Svarthöfði skrifar: Hildur mætir ólesin í munnlegt próf
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Benedikt Gíslason: FBA og Kaupþing undir sama þaki – skrítin stemning í mötuneytinu

Benedikt Gíslason: FBA og Kaupþing undir sama þaki – skrítin stemning í mötuneytinu
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Sigríður nýr þingflokksformaður Miðflokksins

Sigríður nýr þingflokksformaður Miðflokksins