fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
433Sport

Haaland skiptir um nafn til að heiðra móður sína

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 27. ágúst 2025 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erling Haaland hefur breytt nafninu sem prýðir treyju hans með norska landsliðinu og fylgir þar með hefð sem margir Norðmenn tileinka sér.

Framvegis mun standa „Braut Haaland“ á treyju númer níu, í stað einfaldlega „Haaland“.

25 ára gamli framherjinn hjá Manchester City er þekktur sem Erling Braut Haaland á samfélagsmiðlum og hefur verið það síðan hann vakti heimsathygli með níu mörkum í einum leik á U20 heimsmeistaramótinu árið 2019.

Í Noregi er algengt að fólk noti bæði föðurnafn og móðurnafn sem eftirnafn. Í tilfelli Haalands kemur nafnið „Braut“ frá móður hans, Gry Maritu Braut.

Faðir hans, Alfie Haaland, lék með Manchester City á árunum 2000 til 2003, en móðir hans á einnig íþróttaferil að baki. Hún var margfaldur meistari í sjöþraut og keppti meðal annars í grindahlaupi, hástökki, kúluvarpi, langstökki, spjótkasti og 800 metra hlaupi.

Með þessari breytingu heiðrar Haaland bæði foreldra sína og rótgróna nafnhefð í heimalandi sínu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Lögreglumaður skellir fram sleggju – Segir nokkra leikmenn í enska boltanum stunda veðmálasvindl

Lögreglumaður skellir fram sleggju – Segir nokkra leikmenn í enska boltanum stunda veðmálasvindl
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Umdeild kaup eiganda Chelsea gætu dottið upp fyrir

Umdeild kaup eiganda Chelsea gætu dottið upp fyrir
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Segir frá því hver á skilið mesta hrósið nú þegar Ngumoha er að verða stórstjarna

Segir frá því hver á skilið mesta hrósið nú þegar Ngumoha er að verða stórstjarna
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Þrír létust í mjög alvarlegu slysi – „Hvernig útskýri ég þetta fyrir syni okkar?“

Þrír létust í mjög alvarlegu slysi – „Hvernig útskýri ég þetta fyrir syni okkar?“
433Sport
Í gær

Fær verulega launahækkun ef hann fer frá United á næstu dögum

Fær verulega launahækkun ef hann fer frá United á næstu dögum
433Sport
Í gær

Fyrrum aðstoðarmaður United telur að varnarmaður United sé of feitur

Fyrrum aðstoðarmaður United telur að varnarmaður United sé of feitur