fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
433Sport

Haaland skiptir um nafn til að heiðra móður sína

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 27. ágúst 2025 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erling Haaland hefur breytt nafninu sem prýðir treyju hans með norska landsliðinu og fylgir þar með hefð sem margir Norðmenn tileinka sér.

Framvegis mun standa „Braut Haaland“ á treyju númer níu, í stað einfaldlega „Haaland“.

25 ára gamli framherjinn hjá Manchester City er þekktur sem Erling Braut Haaland á samfélagsmiðlum og hefur verið það síðan hann vakti heimsathygli með níu mörkum í einum leik á U20 heimsmeistaramótinu árið 2019.

Í Noregi er algengt að fólk noti bæði föðurnafn og móðurnafn sem eftirnafn. Í tilfelli Haalands kemur nafnið „Braut“ frá móður hans, Gry Maritu Braut.

Faðir hans, Alfie Haaland, lék með Manchester City á árunum 2000 til 2003, en móðir hans á einnig íþróttaferil að baki. Hún var margfaldur meistari í sjöþraut og keppti meðal annars í grindahlaupi, hástökki, kúluvarpi, langstökki, spjótkasti og 800 metra hlaupi.

Með þessari breytingu heiðrar Haaland bæði foreldra sína og rótgróna nafnhefð í heimalandi sínu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Ingi ráðinn til KSÍ
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Virtur blaðamaður varpar sprengju um Guardiola

Virtur blaðamaður varpar sprengju um Guardiola
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Elvar rak upp stór augu er hann skoðaði aðstæður í Bakú – Gæti orðið óþægilegt fyrir Arnar

Elvar rak upp stór augu er hann skoðaði aðstæður í Bakú – Gæti orðið óþægilegt fyrir Arnar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Segir FH ekki hafa haft efni á því að kaupa Dag Fjeldsted – Snýr aftur til Breiðabliks

Segir FH ekki hafa haft efni á því að kaupa Dag Fjeldsted – Snýr aftur til Breiðabliks
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Yfirmaður dómaramála kveður upp stóra dóm yfir Van Dijk markinu

Yfirmaður dómaramála kveður upp stóra dóm yfir Van Dijk markinu
433Sport
Í gær

Slæmar fréttir af Ödegaard frá Noregi

Slæmar fréttir af Ödegaard frá Noregi
433Sport
Í gær

Ten Hag hafnaði stóru starfi

Ten Hag hafnaði stóru starfi