fbpx
Fimmtudagur 30.október 2025
Pressan

Rannsaka hrottalegt morð á barnaníðingi á níræðisaldri

Pressan
Þriðjudaginn 26. ágúst 2025 21:30

Kerrie Foreman rannsóknarlögreglukona í norður-írsku lögreglunni stýrir rannsókninni. Mynd: Skjáskot/Youtube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður að nafni Sean Small sem er 84 ára gamall fannst látinn fyrir utan heimili sitt í bænum Newcastle á Norður-Írlandi um síðustu helgi. Lögreglan segir ljóst af verksummerkjum að Small hafi verið ráðinn bani og lýsir morðinu sem hrottalegu. Small hafði fyrr í sumar verið látinn laus úr fangelsi en hann hlaut dóm fyrir alls 10 kynferðisbrot þar á meðal gegn stúlku á táningsaldri.

Á blaðamannafundi norður-írsku lögreglunnar kom fram að Small hafði síðast sést á lífi fimm dögum áður en lík hans fannst.

Rannsóknarlögreglukonan Kerrie Foreman stýrir rannsókn málsins. Hún vildi lítið gefa upp um þá árás sem Small varð fyrir, hvenær talið er að hann hafi verið myrtur og hversu margir kunni að hafa tekið þátt í því. Foreman staðfesti þó að Small hefði orðið fyrir árás sem hefði verið hrottaleg.

Small sást síðast á lífi 19. ágúst síðastliðinn og Foreman óskaði á blaðamannafundinum eftir upplýsingum frá almenningi og þá til að mynda frá þeim sem voru í nágrenni heimilis hans þennan dag og gætu hugsanlega hafa séð eitthvað. Óskaði hún líka eftir ábendingum um fólk sem hefði sýnt af sér grunsamlega hegðun.

Kynferðisbrot á gamalsaldri

Fyrir tveimur árum var Small dæmdur fyrir alls 10 kynferðisbrot gegn annars vegar táningsstúlku og hins vegar ungri konu á árunum 2016-2018, þegar hann var áttræðisaldri. Hann játaði brot sín og hlaut því vægari dómi en ella en hann átti yfir höfði sér allt að 14 ára fangelsi. Vegna játningarinnar hlaut hann þriggja ára fangelsisdóm og átti síðan að vera á reynslulausn undir eftirliti í önnur þrjú ár. Hann var látinn laus úr fangelsi fyrr í sumar.

Foreman vildi engu svara um hvort morðið tengdist fyrri kynferðisbrotum Small með öðru en því að allir möguleikar væru til skoðunar. Lík Small er enn til rannsóknar en rúður voru brotnar á heimili hans skömmu eftir að hann sneri þangað aftur úr fangelsinu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Vildi ógleymanlega afmælisveislu svo hún réði skordýrasérfræðing

Vildi ógleymanlega afmælisveislu svo hún réði skordýrasérfræðing
Pressan
Í gær

Öflugasti fellibylur ársins nálgast og ferðamenn óttast um líf sitt

Öflugasti fellibylur ársins nálgast og ferðamenn óttast um líf sitt
Pressan
Fyrir 2 dögum

Birta ótrúlegt myndband af því þegar lögreglumenn endurlífguðu eins árs stúlku

Birta ótrúlegt myndband af því þegar lögreglumenn endurlífguðu eins árs stúlku
Pressan
Fyrir 2 dögum

Stórleikarinn um stundina þegar hann áttaði sig á að hann þurfti hjálp – „Ég hefði getað drepið einhvern“

Stórleikarinn um stundina þegar hann áttaði sig á að hann þurfti hjálp – „Ég hefði getað drepið einhvern“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Einkasamtöl „jaðarjarla“ afhjúpa myrka hlið bandarískra stjórnmála

Einkasamtöl „jaðarjarla“ afhjúpa myrka hlið bandarískra stjórnmála
Pressan
Fyrir 3 dögum

12 ára drengur kom heim úr skólanum og uppgötvaði að móðir hans hafði flutt út og skilið hann eftir

12 ára drengur kom heim úr skólanum og uppgötvaði að móðir hans hafði flutt út og skilið hann eftir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Raðnauðgari lofaði hvítum tönnum – Dæmdur í 26 ára fangelsi

Raðnauðgari lofaði hvítum tönnum – Dæmdur í 26 ára fangelsi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sjö afhjúpanir í bók Virginiu Giuffre – Andrés gat rétt upp á aldri hennar vegna dætra hans

Sjö afhjúpanir í bók Virginiu Giuffre – Andrés gat rétt upp á aldri hennar vegna dætra hans