Rússar eru mjög háðir tekjum af olíu- og gassölu til að fjármagna stríðsreksturinn í Úkraínu. Árásin er því þungt högg fyrir þá og ekki síst í ljósi þess að Úkraínumenn hafa ráðist á fjölda olíuhreinsistöðva og aðrar orkuvinnslustöðvar á síðustu vikum. Er talið að olíuframleiðsla Rússa hafi dregist saman um 13% á síðustu vikum vegna þessara árása.
Árásin á Ust-Luga var gerð skömmu eftir að Volodymyr Zelenskyy, forseti Úkraínu, gaf í skyn að nú geri Úkraínumenn árásir á Rússland án þess að leita samþykkis Bandaríkjamanna.
Mirror segir að talið sé að Úkraínumenn hafi notað fjölda nýrra Batyr dróna við árásina. Þeir geta borið 20 kg af sprengiefni og geta flogið allt að 750 kílómetra.