fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
Fréttir

Gufunesmálið: Taugaóstyrk og lágmælt tálbeitustúlka

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 25. ágúst 2025 17:30

Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nítján ára gömul stúlka er á meðal fimm sakborninga í Gufunesmálinu. Hún er ákærð fyrir hlutdeild í frelsissviptingu og ráni gegn Hjörleifi Hauki Guðmundssyni heitnum. Brot hennar á að hafa falist í því að lokka Hjörleif út í bíl nálægt heimili hans, þar sem Hjörleifur taldi sig vera að fara að hitta hana, en hún þóttist vera stúlka undir lögaldri. Gekk hún undir heitinu Birta Sif á Snapchat. Hjörleifur og aðgangurinn Birta Sif áttu í samskiptum í aðdaganda brotsins gegn honum.

Sjá einnig: Stefán svaraði fyrstur til saka fyrir morðið á Hjörleifi

Samkvæmt framburði bæði Lúkasar Geirs og umræddrar stúlku var það hins vegar hann sem átti orðastað við Hjörleif í gegnum Snapchat. Hann bað aftur á móti stúlkuna um að hringja í Hjörleif og mæla sér mót við hann til að fá „kvenrödd“.

Stúlkan er ljóshærð með sítt hár og grannvaxin. Hún var afar taugaóstyrk í dómsalnum og afar lágmælt. Hún hikaði mikið við spurningar sem lagðar voru fyrir hana og er hún svaraði lá henni svo lágt rómur að erfitt var að greina framburð hennar. Bað dómari hana margsinnis um að hækka róminn.

Fram kom engu að síður í vitnisburði hennar að hún hefði oft átt í samskiptum við karlmenn í gegnum Snapchat-aðganginn Birta Sif, þar sem hún þóttist vera ólögráða stúlka sem væri til í að hitta viðkomandi menn. Markmiðið væri ávallt að afhjúpa mennina sem barnaníðinga.

Hún segist hafa talið að það sama ætti við í þessu máli og hún hafi verið óafvitandi um að Hjörleifi yrði misþyrmt.

Viðurkenndi stúlkan að hún hefði hringt í Hjörleif og hlutast til um að hann kæmi upp í svarta Teslubílinn skammt frá heimili hans í Þorlákshöfn á tilteknum tíma. Hafi Hjörleifur komið inn í bílinn í þeirri trú að hann væri að fara að hitta þessa ungu stúlku.

Aðspurð hvað hún hafi sagt við Hjörleif í símanum rétt áður en hann kom út í bílinn sagði stúlkan: „Ég man það ekki. Að ég væri komin.“ – Sagði hún jafnframt að 4-5 símtöl hafi farið á milli hennar og Hjörleifs.

Sjálf var stúlkan hvergi nærri Þorlákshöfn er þetta átti sér stað. Símtölin voru eina hlutverk hennar og Lúkas Geir leiðbeindi henni um þau.

„Ég vissi að það átti að reyna að ná út úr honum fjármunum eða ella að það myndi fara í fjölmiðla eða til fjölskyldu hans að hann væri að hitta stelpu undir lögaldri,“ sagði stúlkan og staðfesti aðspurð að hún hefði ekki átt að fá neitt borgað fyrir þessa greiðasemi.

Hún segist ekki hafa heyrt í Lúkasi Geir eftir þetta. Hún var þráspurð um hvort hún hefði ekki vitað að ofbeldi væri í vændum og svaraði hún ávallt neitandi. Stúlkan sagði að það sem hún hélt að myndi gerast væri að reynt yrði að kúga fé út úr Hjörleifi með hótun um að birta upplýsingar um hann í fjölmiðlum eða greina fjölskyldu hans frá.

Hefur snúið við blaðinu

Elimar Hauksson, verjandi stúlkunnar, spurði hana út í líf hennar á þeim tíma þegar þessir atburðir urðu, í marsmánuði. Hún sagðist hafa verið í daglegri kannabisneyslu. Hún hafi síðan fljótlega eftir þetta farið í fíknimeðferð og sagðist Elimar hafa undir höndum vottorð sem sannaði þetta.

Stúlkan sagðist vera í miklu betra ástandi í dag. Hún væri komin í skóla og auk þess væri helsta verkefni hennar að vinna að edrúmennsku sinni.

 

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Þekktur tenniskappi tók æðiskast: Hraunaði yfir dómarann og mölbraut spaðann sinn – Sjáðu myndbandið

Þekktur tenniskappi tók æðiskast: Hraunaði yfir dómarann og mölbraut spaðann sinn – Sjáðu myndbandið
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Rósa undrandi: „Óneit­an­lega er sér­stakt að lesa um þetta í blöðunum“

Rósa undrandi: „Óneit­an­lega er sér­stakt að lesa um þetta í blöðunum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framkvæmdir við Meðalfellsvatn sagðar hafa staðið yfir í áratugi án nokkurra leyfa

Framkvæmdir við Meðalfellsvatn sagðar hafa staðið yfir í áratugi án nokkurra leyfa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Neysla íslenskra barna á ávöxtum og grænmeti hefur aukist um 20 tonn

Neysla íslenskra barna á ávöxtum og grænmeti hefur aukist um 20 tonn