fbpx
Föstudagur 22.ágúst 2025
Fókus

Ætlaði að koma kærastanum á óvart – Kom í staðinn upp um stóra lygi

Fókus
Fimmtudaginn 21. ágúst 2025 21:30

Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég ákvað að koma elskhuga mínum á óvart með því að mæta heim til hans með afmælisgjöf en það fór heldur betur illa. Hann sagðist búa einn en þegar ég nálgaðist húsið sá ég hann leika við tvo unga krakka, sem voru augljóslega hans börn.“

Svona hefst bréf konu til kynlífs- og sambandsráðgjafa The Sun, Sally land.

Konan segir að þau hafi kynnst á netinu. „Við fórum á fjögur stefnumót og svo eyddi hann helginni heima hjá mér og við stunduðum gott kynlíf,“ segir hún.

„Hann sagðist vera einhleypur, hann sagði að fyrrverandi eiginkona hans hafi haldið framhjá honum og farið frá honum fyrir tveimur árum.

Við náðum vel saman, en það hefur verið haldið framhjá mér og ég tengdi því við hann.“

Konan segir að maðurinn hafi verið klár, vitað hvernig hann ætti að fá hana til að vorkenna sér.

„Mér hefur gengið illa að treysta öðrum í langan tíma en mér fannst ég geta treyst honum,“ segir hún.

„Nú efast ég um allt. Hann er greinilega góður lygari.“

Konan er 37 ára og maðurinn er 41 árs.

„Hann átti afmæli mánuði eftir að við byrjuðum að hittast. Ég keypti handa honum skyrtu og rakspíra og ákvað að koma honum á óvart.

Ég keyrði heim til hans og sá bílinn hans. Ég fékk áfall þegar ég lagði í stæði fyrir utan, ég sá hann leika við tvo litla krakka. Ég keyrði grátandi í burtu. Hann hringdi síðar um daginn og ég sagði honum allt sem ég sá.

Hann sagðist geta útskýrt. Hann sagðist vera giftur en að hann væri að fara að skilja. Hann grátbað mig um að slíta ekki sambandinu okkar. Ætti ég að gefa honum tækifæri?“

Ráðgjafinn svarar:

„Þú gætir það en af hverju heldurðu að hann verði hreinskilinn ef hann hefur ekki verið það hingað til? Það gæti verið að hann sé að segja ósatt um skilnaðinn.

Hann á börn, þannig þó að skilnaðurinn gangi í gegn þá skaltu spyrja þig hvort þú sért tilbúin að verða stjúpmóðir.

Ef þú sérð framtíð með honum skaltu gefa honum tíma til að leysa úr málunum og þangað til, ekkert kynlíf.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sigurður Árni: „Þögn kom yfir salinn og einn af þeim sem ég hafði litið upp til sagði: „Haltu kjafti, auminginn þinn““

Sigurður Árni: „Þögn kom yfir salinn og einn af þeim sem ég hafði litið upp til sagði: „Haltu kjafti, auminginn þinn““
Fókus
Í gær

Jillian Michaels rýfur þögnina um heimildaþættina um The Biggest Loser – Svarar alvarlegum ásökunum

Jillian Michaels rýfur þögnina um heimildaþættina um The Biggest Loser – Svarar alvarlegum ásökunum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Rifjar upp þegar það var óvart henni að kenna að stjörnupar hætti saman

Rifjar upp þegar það var óvart henni að kenna að stjörnupar hætti saman
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ozempic-píkan hvimleitt vandamál en það er lausn – „Satt að segja fannst mér læknirinn klikkaður að hafa mælt með þessu“

Ozempic-píkan hvimleitt vandamál en það er lausn – „Satt að segja fannst mér læknirinn klikkaður að hafa mælt með þessu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – „Fkn frábær fjögurra daga fáklædd ferð“

Vikan á Instagram – „Fkn frábær fjögurra daga fáklædd ferð“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Var eftirsótt fyrirsæta og gift Baywatch-stjörnu en býr í dag á götunni – Nýjar myndir vekja athygli

Var eftirsótt fyrirsæta og gift Baywatch-stjörnu en býr í dag á götunni – Nýjar myndir vekja athygli