fbpx
Miðvikudagur 20.ágúst 2025
Fréttir

RÚV mátti ekki auglýsa Rás 2 á undan Áramótaskaupinu

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 20. ágúst 2025 11:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmiðlanefnd hefur sektað Ríkisútvarpið ohf. fyrir að brjóta lög um félagið. Fólst brotið í því að sýna auglýsingu fyrir Rás 2 á undan síðasta Áramótaskaupi á RÚV. Með því fór RÚV yfir leyfilegan hámarkstíma sem félagið hefur til auglýsinga í sjónvarpi á hverri klukkustund. Það var Magnús Ragnarsson fyrrverandi framkvæmdastjóri miðla hjá Símanum sem lagði kvörtun vegna auglýsingarinnar fram um miðjan janúar síðastliðinn.

Í kvörtuninni kom fram að RÚV hefði ítrekað sýnt auglýsinguna utan skilgreindra auglýsingahólfa og með því væri félagið að fara yfir leyfilegt hámark, samkvæmt lögum um RÚV, auglýsinga í sjónvarpi á hverjum klukkutíma.

Fjölmiðlanefnd ákvað að afmarka málið við sýningu umræddrar auglýsingar síðasta gamlárskvöld á klukkutímanum á undan Áramótaskaupinu. Auglýsingin var 1 mínúta og 37 sekúndur að lengd en aðrar auglýsingar á klukkustundinni á undan Áramótaskaupinu voru 8 mínútur að lengd.

Vildi RÚV meina að kynningar á eigin dagskrá hefðu aldrei verið flokkaðar eins og aðrar auglýsingar í íslensku sjónvarpi. Vildi félagið meina að slíkar kynningar ættu ekki að lúta tímatakmörkunum, í lögum um RÚV, á heildar lengd auglýsinga enda væri dagskrá RÚV öllum aðgengileg.

Áttu RÚV og Fjölmiðlanefnd í frekari samskiptum vegna málsins. Niðurstaða nefndarinnar var að umrædd auglýsing fyrir Rás 2 væri eins og hver önnur auglýsing og undanþáguákvæði, í lögum um RÚV, um hámarks lengd auglýsinga á hverjum klukkutíma ættu ekki við í þessu tilfelli. Samkvæmt lögunum mega sjónvarpsauglýsingar á RÚV aðeins standa í 8 mínútur á hverjum klukkutíma. Nefndin segir því ljóst að með því að bæta þessari auglýsingu á Rás 2 við á klukkutímanum áður en síðasta Áramótaskaup hófst hafi RÚV brotið þetta ákvæði laganna.

Nefndinni þótti við hæfi að sekta RÚV um hálfa milljón króna vegna brotsins og vísaði þá til þess að félagið hefði áður brotið gegn þessu ákvæði laganna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Stýrivextir haldast óbreyttir – Allir nefndarmenn studdu ákvörðunina

Stýrivextir haldast óbreyttir – Allir nefndarmenn studdu ákvörðunina
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Daði Már: „Þetta er hlut­ur sem ég tek mjög al­var­lega“

Daði Már: „Þetta er hlut­ur sem ég tek mjög al­var­lega“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Tíðindin í Tekjublaðinu: Sigríður hæstlaunaðasti lobbýistinn og óvæntur bankastarfsmaður sló bankastjórum við

Tíðindin í Tekjublaðinu: Sigríður hæstlaunaðasti lobbýistinn og óvæntur bankastarfsmaður sló bankastjórum við
Fréttir
Í gær

Kröfðust þess að fá að halda áfram að dæla svínaskít út í sjó við Kjalarnes og Vatnsleysuströnd

Kröfðust þess að fá að halda áfram að dæla svínaskít út í sjó við Kjalarnes og Vatnsleysuströnd