Gríma Björg Thorarensen innanhússhönnunður og Skúli Mogensen athafnamaður giftu sig á laugardag. Athöfnin fór fram í Hvammsvík í Hvalfirði þar sem þau reka sjóböð og ferðamannagistingu.
Hjónin eiga saman tvo syni, fædda 2020 og 2021. Skúli á uppkomin börn frá fyrra sambandi.
Athöfnin fór fram á yfirbyggðu útisvæði þar sem strengjasveit lék. Veislan var haldin í hlöðunni í Hvammsvík og skemmtu Unnsteinn Manúel, Matthildur og Daníel Ágúst gestum. DJ Margeir tók síðan við.