fbpx
Fimmtudagur 07.ágúst 2025
Fréttir

Íslenskir neytendur óskuðu eftir endurgreiðslu vegna flugs – Áttuðu sig síðan á þessum mistökum

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 7. ágúst 2025 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Neytendasamtökin greina frá tveimur sambærilegum kvörtunum þar sem farþegar afbókuðu flug sín með flugfélaginu SAS sökum villandi upplýsinga frá flugfélaginu. Töldu farþegarnir að flugunum hefði verið aflýst, eftir að hafa fengið tilkynningu frá flugfélaginu, og ákváðu því að hætta við bókun og fá endurgreitt.

Í raun var aðeins um uppfærslur á tímasetningum fluganna að ræða og fengu farþegarnir aðeins hluta kostnaðar endurgreiddan.

Uppfærsla á flugi var vegna sumartíma

Í fyrra málinu hafði farþegi bókað flug fyrir sig og fjölskyldu sína til Svíþjóðar. Rétt um mánuði fyrir flugið barst tilkynning frá flugfélaginu með eftirfarandi skilaboðum „New flight or departure due to change or cancellation“, sem gæti útlagst sem „Nýtt flug eða brottför vegna breytinga eða aflýsingar“ eins og segir á vef Neytendasamtakanna.

Í tilkynningunni kom einnig fram að farþeginn hafði eftirfarandi þrjá valkosti:

  1. Hætta við bókun og fá endurgreitt
  2. Samþykkja breytinguna
  3. Endurbóka og fá nýtt flug sér að kostnaðarlausu

Þegar tilkynningin er skoðuð nánar má sjá að engin breyting var gerð á fluginu því einungis er um að ræða uppfærslu á lendingartíma í Keflavík til samræmis við „sumartíma“ í Evrópu.

Farþeginn sem hér um ræðir valdi valkost eitt, að fá endurgreiðslu,  þar sem hann áttaði sig ekki á því að engin raunveruleg breyting væri á fluginu. Mistökin uppgötvaði hann síðan þegar hann fékk einungis flugvallaskattana endurgreidda. Óskaði hann þá eftir því við flugfélagið að „endurvekja“ bókunina en þeirri kröfu hans var hafnað.

Neytendasamtökin taka fram að þegar rýnt er í smáa letrið við valkost eitt sé tekið fram að endurgreiðsla eigi við ef seinkun er meira en ein klukkustund, sem átti ekki við í þessu tilviki. Stjörnumerking í lok setningar vísar svo í aðra setningu neðst þar sem fram kemur að ef flugi seinkar um minna en eina klukkustund eigi viðkomandi rétt á endurgreiðslu í samræmi við „ticket rules“.

„Hér er um að ræða mjög óskýrar og í raun villandi upplýsingar þar sem ekki er um að ræða nýtt flug eða breytingu á brottför eins og ætla mætti af fyrirsögn tilkynningarinnar. Það eina sem breyttist var að áætluð lending er kl. 2 að nóttu en ekki á miðnætti eins og SAS hafði misreiknað í upphafi.

Í þessu tilfelli hefði verið eðlilegra að farþegar hefðu fengið póst og þeir einfaldlega beðnir afsökunar á að láðst hefði að uppfæra heimkomutíma í samræmi við sumartíma í Evrópu.“ 

Brottför seinkað um tíu mínútur

Seinni kvörtunin var sambærileg, en þar hafði farþegi bókað flug með SAS til Asíu og fékk tilkynningu frá flugfélaginu um að breytingar hefðu verið gerðar á fluginu. Breytingin var seinkun á brottför um tíu mínútur. 

Farþegi áttaði sig ekki á því að í raun var um enga breytingu að ræða og valdi því endurgreiðslu án þess að átta sig nægilega vel á stjörnumerkta skilyrðinu, það er að andvirði flugmiðans yrði ekki endurgreitt ef seinkun næmi minna en einum klukkutíma.  Líkt og í fyrra dæminu vildi flugfélagið ekkert fyrir farþegann gera.

Neytendasamtökin segjast gagnrýna þessa óreiðukenndu upplýsingagjöf SAS vegna þess að: 

  • Fyrirsögnin er alls ekki lýsandi.
  • Textinn er á ensku og því þarf sérstaklega að passa að hann sé skýr.
  • Með því að strika yfir flug er látið að því liggja að það hafi verið fellt niður en í hvorugu málinu er það raunin.
  • Gefið er í skyn að hægt sé að afbóka flug og fá endurgreitt þegar það er ekki raunin.
  • Bæði er gefið í skyn að endurgreiðsla geti farið fram ef seinkun er meira en ein klukkustund en einnig ef seinkunin er minni en ein klukkustund.
  • Vísað er til „tickets rules“ án þess að þær séu útskýrðar nánar eða gerðar aðgengilegar.
  • Þá er afar ólíklegt að fólk ákveði að afbóka eða breyta flugi á eigin kostnað vegna þess að áætlaður lendingartími hafi verið uppfærður eins og í þessu tilfelli. Þó er sá valkostur settur fremst.

Neytendasamtökin segja það vissulega mikilvægt að farþegar séu upplýstir ef breyting verður á flugi en öll hönnun verði að vera eins neytendavæn og hægt er. Það hafi alls ekki verið raunin hjá SAS í þessum tilvikum.

„Mörg dæmi eru um að flugfélög felli niður flug eða breyti flugtíma með tilheyrandi óþægindum. Það er því ekki að undra að það fari um fólk þegar það fær skilaboð sem þessi send í tölvupósti. Skilaboðin verða því að vera mjög einföld og skýr.“

Neytendasamtökin hafa þegar sent ofangreindar kvartanir í gegnum Evrópsku neytendaaðstoðina til systurstöðvar samtakanna í Svíþjóð sem mun annast milligöngu fyrir hönd neytendanna við flugfélagið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Maðurinn sem reyndi að ræna Önnu prinsessu segist saklaus – „Ég var hræddari en hún“

Maðurinn sem reyndi að ræna Önnu prinsessu segist saklaus – „Ég var hræddari en hún“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Gufunesmálið – Reynt að láta 19 ára pilt taka á sig alla sökina

Gufunesmálið – Reynt að láta 19 ára pilt taka á sig alla sökina
Fréttir
Í gær

Gerð afturreka með sölubann á Cocoa Puffs og Lucky Charms – Sönnunarbyrði var lögð alfarið á söluaðila

Gerð afturreka með sölubann á Cocoa Puffs og Lucky Charms – Sönnunarbyrði var lögð alfarið á söluaðila
Fréttir
Í gær

Vallarstjórinn í Þorlákshöfn ómyrkur í máli eftir atvik í gær – „Engin tilraun var gerð til að kanna eða spyrja um ástand starfsmannsins“

Vallarstjórinn í Þorlákshöfn ómyrkur í máli eftir atvik í gær – „Engin tilraun var gerð til að kanna eða spyrja um ástand starfsmannsins“
Fréttir
Í gær

Þorvaldur segir líkur á öðru gosi: „Það væri þá í kringum jólin eða eitthvað svoleiðis“

Þorvaldur segir líkur á öðru gosi: „Það væri þá í kringum jólin eða eitthvað svoleiðis“
Fréttir
Í gær

Drengirnir með englaandlitin frömdu hræðilegt ódæði – Móðirin hylmdi yfir með þeim

Drengirnir með englaandlitin frömdu hræðilegt ódæði – Móðirin hylmdi yfir með þeim
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Sterkari vitund um það hvað Þjóðhátíðin í Eyjum er í raun og veru hún er ekki bara hátíð; hún er hjarta samfélagsins“

„Sterkari vitund um það hvað Þjóðhátíðin í Eyjum er í raun og veru hún er ekki bara hátíð; hún er hjarta samfélagsins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Flóttamaður gagnrýnir flóttamenn – Íslendingar sagðir vera með fordóma ef útlendingi er hrósað fyrir að tala góða íslensku

Flóttamaður gagnrýnir flóttamenn – Íslendingar sagðir vera með fordóma ef útlendingi er hrósað fyrir að tala góða íslensku