fbpx
Fimmtudagur 07.ágúst 2025
Fréttir

Ákærðir fyrir að ryðjast inn í íbúð á Akranesi en finnast ekki

Jakob Snævar Ólafsson
Fimmtudaginn 7. ágúst 2025 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir karlmenn á þrítugsalddri eru ákærðir fyrir að hafa ruðst inn í íbúð í Akranesi í heimildarleysi. Það hefur hins vegar ekki tekist að hafa uppi á þeim og því er birt fyrirkall og ákæra á hendur þeim báðum í Lögbirtingablaðinu.

Atvikið átti sér stað í september 2024 og eru báðir mennirnir ákærðir fyrir húsbrot en kringumstæðum er ekki lýst nánar og það er því ekki ljóst hvort mennirnir hafi þekkt til íbúa í íbúðinni, talið sig eiga eitthvað sökótt við viðkomandi eða hvort eitthvað annað hafi legið að baki athæfi mannanna.

Mennirnir eru jafnaldrar og báðir skráðir með ótilgreint heimilisfang í þjóðskrá. Það hefur því ekki tekist að hafa upp á mönnunum til að birta þeim ákæruna.

Með fyrirkalli eru þeir kvaddir til að mæta fyrir Héraðsdóm Vesturlands en þess er krafist í ákærunni að þeir verði báðir dæmdir til refsingar.

Mál þeirra beggja verður tekið fyrir á dómþingi í september næstkomandi en mæti þeir ekki má búast við að það verði metið sem ígildi játningar og sakfelling yfir þeim báðum myndi væntanlega fylgja í kjölfarið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Maðurinn sem reyndi að ræna Önnu prinsessu segist saklaus – „Ég var hræddari en hún“

Maðurinn sem reyndi að ræna Önnu prinsessu segist saklaus – „Ég var hræddari en hún“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Gufunesmálið – Reynt að láta 19 ára pilt taka á sig alla sökina

Gufunesmálið – Reynt að láta 19 ára pilt taka á sig alla sökina
Fréttir
Í gær

Gerð afturreka með sölubann á Cocoa Puffs og Lucky Charms – Sönnunarbyrði var lögð alfarið á söluaðila

Gerð afturreka með sölubann á Cocoa Puffs og Lucky Charms – Sönnunarbyrði var lögð alfarið á söluaðila
Fréttir
Í gær

Vallarstjórinn í Þorlákshöfn ómyrkur í máli eftir atvik í gær – „Engin tilraun var gerð til að kanna eða spyrja um ástand starfsmannsins“

Vallarstjórinn í Þorlákshöfn ómyrkur í máli eftir atvik í gær – „Engin tilraun var gerð til að kanna eða spyrja um ástand starfsmannsins“
Fréttir
Í gær

Þorvaldur segir líkur á öðru gosi: „Það væri þá í kringum jólin eða eitthvað svoleiðis“

Þorvaldur segir líkur á öðru gosi: „Það væri þá í kringum jólin eða eitthvað svoleiðis“
Fréttir
Í gær

Drengirnir með englaandlitin frömdu hræðilegt ódæði – Móðirin hylmdi yfir með þeim

Drengirnir með englaandlitin frömdu hræðilegt ódæði – Móðirin hylmdi yfir með þeim
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Sterkari vitund um það hvað Þjóðhátíðin í Eyjum er í raun og veru hún er ekki bara hátíð; hún er hjarta samfélagsins“

„Sterkari vitund um það hvað Þjóðhátíðin í Eyjum er í raun og veru hún er ekki bara hátíð; hún er hjarta samfélagsins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Flóttamaður gagnrýnir flóttamenn – Íslendingar sagðir vera með fordóma ef útlendingi er hrósað fyrir að tala góða íslensku

Flóttamaður gagnrýnir flóttamenn – Íslendingar sagðir vera með fordóma ef útlendingi er hrósað fyrir að tala góða íslensku