fbpx
Þriðjudagur 11.nóvember 2025
Fréttir

Ákærðir fyrir að ryðjast inn í íbúð á Akranesi en finnast ekki

Jakob Snævar Ólafsson
Fimmtudaginn 7. ágúst 2025 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir karlmenn á þrítugsalddri eru ákærðir fyrir að hafa ruðst inn í íbúð í Akranesi í heimildarleysi. Það hefur hins vegar ekki tekist að hafa uppi á þeim og því er birt fyrirkall og ákæra á hendur þeim báðum í Lögbirtingablaðinu.

Atvikið átti sér stað í september 2024 og eru báðir mennirnir ákærðir fyrir húsbrot en kringumstæðum er ekki lýst nánar og það er því ekki ljóst hvort mennirnir hafi þekkt til íbúa í íbúðinni, talið sig eiga eitthvað sökótt við viðkomandi eða hvort eitthvað annað hafi legið að baki athæfi mannanna.

Mennirnir eru jafnaldrar og báðir skráðir með ótilgreint heimilisfang í þjóðskrá. Það hefur því ekki tekist að hafa upp á mönnunum til að birta þeim ákæruna.

Með fyrirkalli eru þeir kvaddir til að mæta fyrir Héraðsdóm Vesturlands en þess er krafist í ákærunni að þeir verði báðir dæmdir til refsingar.

Mál þeirra beggja verður tekið fyrir á dómþingi í september næstkomandi en mæti þeir ekki má búast við að það verði metið sem ígildi játningar og sakfelling yfir þeim báðum myndi væntanlega fylgja í kjölfarið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Tryggingasvikari þarf að endurgreiða 55 milljón króna bætur eftir að hann laug í tjónaskýrslu um neyslu fíkniefna

Tryggingasvikari þarf að endurgreiða 55 milljón króna bætur eftir að hann laug í tjónaskýrslu um neyslu fíkniefna
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Dæmdur fyrir að loka eiginkonu sína úti á svölum en fær vægan dóm vegna erfiðra fjölskylduaðstæðna

Dæmdur fyrir að loka eiginkonu sína úti á svölum en fær vægan dóm vegna erfiðra fjölskylduaðstæðna
Fréttir
Í gær

Erla safnar undirskriftum til að seinka klukkunni

Erla safnar undirskriftum til að seinka klukkunni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Krefst bóta eftir ruddalegt athæfi á skemmtistað

Krefst bóta eftir ruddalegt athæfi á skemmtistað
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ellefu ára íslenskur drengur týndur í Flórída – Lögregla heitir fundarlaunum

Ellefu ára íslenskur drengur týndur í Flórída – Lögregla heitir fundarlaunum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Stormur í kringum rándýr gervigreindarnámskeið og Sergio sakaður um svik og pretti – „Þetta eru bara lygasögur“

Stormur í kringum rándýr gervigreindarnámskeið og Sergio sakaður um svik og pretti – „Þetta eru bara lygasögur“