fbpx
Laugardagur 02.ágúst 2025
Fréttir

Fyrrum ritstjóri furðar sig á frétt um veðurbreyti á Kaleo-tónleikum – „Þetta hefði nú ekki þótt gæfuleg fréttamennska þegar ég starfaði við það fag“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 31. júlí 2025 12:00

Ólafur Stephensen, Jakob Frímann, óskilgreind veðurvél og meðlimir Kaleo. Myndin er samsett.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekanda og fyrrum ritstjóri Fréttablaðsins, er furðu lostinn yfir frétt sem birtist í aldreifingarblaði Morgunblaðsins í dag og fjallar um veðurbreytingartæki sem á að hafa verið notað til þess að tryggja blíðskaparveður þegar stórtónleikar hljómsveitarinnar Kaleo fóru fram nýafstaðna helgi. Segist Ólafur hafa velt því fyrir sér hvort að um 1. apríl væri að ræða.

„Þetta hefði nú ekki þótt gæfuleg fréttamennska þegar ég starfaði við það fag – en kannski verður framhaldsfrétt í Mogganum á morgun um að veðurbreytirinn sé samkvæmt heimildum blaðsins kominn til Vestmannaeyja og þjóðhátíð sé bjargað,“ skrifar ritstjórinn fyrrverandi í færslu á samfélagsmiðlum.

Umrædd frétt fjallar um þá staðreynd að veðurspáin fyrir síðustu helgi í Vaglaskógi hafi boðað sjö gráðu hita og rigningu alla helgina en þegar á reyndi var heiðskýrt allan tímann og hitinn slagaði upp í 20 gráður.

Er því velt upp hvort að ástæðan sé sú að uppfinningamaðurinn David Blatch hafi mætt á svæðið, að undirlagi Jakob Frímanns Magnússonar, með áðurnefndan veðurbreyti til þess að reyna að tryggja góða tíða.

Byltingarkennd tækni sem enginn hefur fjallað um

„Tækið er sagt vera loftþrýstibreytir sem með tíðnisviðum geti fært til gastegundir og ský. Veðurbreytirinn á að virka þannig að þar fara saman rafskaut, spennur og kristallar í saltlegi, sem eykur leiðni, og kristallarnir eru notaðir til að senda útvarpsbylgjur, eins og til að senda fjarskiptaboð í gervihnetti. Uppfinningamaður veðurbreytisins, Harry Oldfield, lést í fyrra, en hann hefur komið hingað margoft. Stjúpsonur hans, David Blatch, hefur verið hér nokkrum sinnum í hans stað og hefur hann einnig tekið þátt í þróun tækisins,“ segir í fréttinni.

Er því enn fremur haldið fram að tækið valdi hvorki umhverfisröskunum né truflunum á loftferðum.

Ólafur bendir á að áðurnefndur Harry Oldfield hafi getið sér orð á sviði sálarrannsókna og „óhefðbundinna lækninga“ og verið til umfjöllunar hérlendis vegna þess. Klórar Ólafur sér hins vegar í kollinum yfir því, eins og eflaust fleiri, að svo byltingarkennd uppfinning hafi ekki áður verið til umfjöllunar.

„Internetið virðist ekkert hafa heyrt af veðurbreytinum, þótt maður hefði nú haldið að þessi uppfinning myndi vekja alþjóðlega athygli,“ skrifar Ólafur og birtir nokkrar greinar af Timarit.is þar sem Oldfield hefur verið til umfjöllunar.

Hér má sjá færslu Ólafs:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sveinn Gauti sakar Moggann um falsfréttaflutning – „Fréttir sem þessar draga að ósekju úr trausti almennings“

Sveinn Gauti sakar Moggann um falsfréttaflutning – „Fréttir sem þessar draga að ósekju úr trausti almennings“
Fréttir
Í gær

Draumur Pútíns um Stór-Rússland gæti endað með alvarlegu bakslagi

Draumur Pútíns um Stór-Rússland gæti endað með alvarlegu bakslagi
Fréttir
Í gær

Sveitarstjóri sakar Heimildina um aðför að börnum – Gerir orð íbúa að orðum miðilsins

Sveitarstjóri sakar Heimildina um aðför að börnum – Gerir orð íbúa að orðum miðilsins
Fréttir
Í gær

Karlmaður og kona sakfelld: Fengu 6,3 milljónir inn á reikning fyrir mistök og skiluðu ekki fénu

Karlmaður og kona sakfelld: Fengu 6,3 milljónir inn á reikning fyrir mistök og skiluðu ekki fénu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gunnar Smári og Þór rifust af krafti um Sólveigu Önnu – „Hún hætti í flokknum eftir eitthvert karp á netinu við mæður transbarna“

Gunnar Smári og Þór rifust af krafti um Sólveigu Önnu – „Hún hætti í flokknum eftir eitthvert karp á netinu við mæður transbarna“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skora á KKÍ að neita að spila við Ísrael á Eurobasket

Skora á KKÍ að neita að spila við Ísrael á Eurobasket