fbpx
Föstudagur 25.júlí 2025
Fréttir

56% neikvæð gagnvart þéttingu byggðar á höfuðborgarsvæðinu

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 23. júlí 2025 08:17

Reykjavík. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Konur eru marktækt neikvæðari en karlar gagnvart þéttingu byggðar á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt nýlegri könnun Prósent. Yngri svarendur eru jákvæðari gagnvart þéttingu en þeir sem eldri eru. Reykvíkingar eru sömuleiðis marktækt jákvæðari en íbúar nágrannasveitarfélaga, sem eru neikvæðari en Reykvíkingar og íbúar landsbyggðarinnar. 

Í könnuninni sem framkvæmd var 1. – 21. júlí var spurt að: 

Hversu jákvætt eða neikvætt er viðhorf þitt gagnvart þéttingu byggðar á höfuðborgarsvæðinu? 

Úrtakið var 1850 manns og var svarhlutfall 50% 

Af þeim sem tóku afstöðu þá segjast 56% vera neikvæð, 18% eru hvorki jákvæð né neikvæð og 26% jákvæð gagnvart þéttingu byggðar á höfuðborgarsvæðinu. 

Mynd: Prósent.

Konur eru marktækt neikvæðari en karlar gagnvart þéttingu byggðar á höfuðborgarsvæðinu. 

Mynd: Prósent.

Því yngri sem svarendur eru því jákvæðari eru þau gagnvart þéttingu byggðar. Þau sem eru 55-64 ára eru marktækt neikvæðari en þau sem eru 18-54 ára. 

Mynd: Prósent.

Íbúar Reykjavíkur eru marktækt jákvæðari en íbúar nágrannasveitarfélaga Reykjavíkur. Íbúar nágrannasveitarfélaga Reykjavíkur eru marktækt neikvæðari en íbúar Reykjavíkur og landsbyggðarinnar. 

Mynd: Prósent.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Gunnar segir sveitarfélög landsins alltof mörg – Krafa um lágmarksíbúafjölda myndi fækka þeim um 27

Gunnar segir sveitarfélög landsins alltof mörg – Krafa um lágmarksíbúafjölda myndi fækka þeim um 27
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Gylfi Ægisson er látinn

Gylfi Ægisson er látinn
Fréttir
Í gær

Dóra Björt segir þéttingu byggðar ekki vera vandamálið – Kaupmannahöfn 13 sinnum þéttari en Reykjavík

Dóra Björt segir þéttingu byggðar ekki vera vandamálið – Kaupmannahöfn 13 sinnum þéttari en Reykjavík
Fréttir
Í gær

Íslendingar af erlendum uppruna búnir að fá nóg – „Þau eru ekki ógn við samfélagið“

Íslendingar af erlendum uppruna búnir að fá nóg – „Þau eru ekki ógn við samfélagið“
Fréttir
Í gær

Áður óbirt myndefni sýnir að Epstein mætti í brúðkaup Trump

Áður óbirt myndefni sýnir að Epstein mætti í brúðkaup Trump
Fréttir
Í gær

Fyrrum þingmaður ýjar að því að Morgunblaðið hafi sviðsett árásina á Eyþór

Fyrrum þingmaður ýjar að því að Morgunblaðið hafi sviðsett árásina á Eyþór
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ekki vitað hvað fyrirhuguð brottfararstöð fyrir útlendinga mun kosta

Ekki vitað hvað fyrirhuguð brottfararstöð fyrir útlendinga mun kosta
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Trefjar smíða björgunarbát fyrir Björgunarsveit Hafnarfjarðar

Trefjar smíða björgunarbát fyrir Björgunarsveit Hafnarfjarðar