fbpx
Þriðjudagur 09.september 2025
Fréttir

„Þið hljótið að vera í skemmtilegasta starfinu, að fá að færa fólki svona fréttir!“

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 18. júlí 2025 13:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var bæði gleði og vantrú í bland þegar rúmlega sextug kona, sem hefur lengi verið áskrifandi að Lottó, mætti á skrifstofu Íslenskra Getspár eftir að hafa unnið tvöfaldan fyrsta vinning í síðasta útdrætti. Í sinn hlut fékk hún rúmlega 21 milljón króna, skattfrjálst. Hún var sú eina sem hafði allar tölurnar réttar í útdrættinum síðastliðinn laugardag og hafði ekki hugmynd um vinninginn fyrr en símtal barst frá Íslenskri Getspá. Þegar hún mætti til að ganga frá málinu sagði hún brosandi: „Þið hljótið að vera í skemmtilegasta starfinu – að fá að færa fólki svona fréttir!“

Í tilkynningu frá Íslenski getspá segir að konan, sem á eiginmann og uppkomin börn, hafi verið dyggur áskrifandi að Lottó í mörg ár. Hún segir að hún hafi alltaf litið á áskriftina sem leið til að styðja við íþróttahreyfinguna, sem hún telur hafa haft djúpstæð áhrif á líf sitt og barna sinna. „Ég á íþróttahreyfingunni svo ótrúlega mikið að þakka, bæði frá mínum yngri árum og barna minna. Þess vegna hef ég alltaf séð áskriftina sem stuðning tilbaka,“ sagði hún.

Eiginmaður hennar er fjarverandi vegna vinnu og hún hefur ákveðið að bíða með að segja honum gleðifréttirnar þar til hann kemur heim. „Ég vil segja honum þetta augliti til auglitis,“ sagði hún og bætti við að hún væri enn að átta sig á tilfinningunum.

Aðspurð hvort hún væri byrjuð að skipuleggja hvað hún ætlaði að gera við vinninginn svaraði hún hlæjandi:

„Eina sem ég er búin að ákveða er að nú verður skipt um rúm – það er löngu tímabært!“

Íslensk getspá óskar vinningshafanum innilega til hamingju og þakkar um leið veittan stuðning sem skiptir gríðarlega miklu máli fyrir fatlað fólk, sem og íþrótta- og ungmennafélögin í landinu, þar sem þau njóta góðs af allri sölu Lottó.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Flugumferðarstjórar fá ekki lengur að horfa á fótbolta eftir alvarlegt atvik í fyrra

Flugumferðarstjórar fá ekki lengur að horfa á fótbolta eftir alvarlegt atvik í fyrra
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Segir Samfylkinguna á rangri braut – „Það kemur mér virkilega á óvart“

Segir Samfylkinguna á rangri braut – „Það kemur mér virkilega á óvart“
Fréttir
Í gær

„Sjálfsvígshugsanir og -tilraunir eru ekki einkenni „geðsjúkdóms” heldur birtingarmynd þjáningar”

„Sjálfsvígshugsanir og -tilraunir eru ekki einkenni „geðsjúkdóms” heldur birtingarmynd þjáningar”
Fréttir
Í gær

Forngrip stolið frá Reiðhjólabændum – „Ekki hlaupið að því að hafa góðgerðarstarfsemi eins og Hjólasöfnun í friði“

Forngrip stolið frá Reiðhjólabændum – „Ekki hlaupið að því að hafa góðgerðarstarfsemi eins og Hjólasöfnun í friði“
Fréttir
Í gær

Minnst fimm látnir eftir hryðjuverkárás í Jerúsalem í morgun – Árásarmennirnir felldir

Minnst fimm látnir eftir hryðjuverkárás í Jerúsalem í morgun – Árásarmennirnir felldir
Fréttir
Í gær

Stopp við Húrra í 2 mínútur kallaði á 10 þúsund króna glaðning í heimabanka

Stopp við Húrra í 2 mínútur kallaði á 10 þúsund króna glaðning í heimabanka