fbpx
Sunnudagur 20.júlí 2025
Fréttir

Fær ekki að byggja við Högnuhús – Eigandinn sagði hryggjarstykki málsins vera að viðbyggingin hefði engin áhrif á ásýnd götunnar

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 18. júlí 2025 17:30

Mynd: fastinn.is/Borg

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrirtækið Grandview ehf., sem er í eigu Birgis Arnar Brynjólfssonar, fær ekki að byggja við einbýlishús sitt að Brekkugerði 19 í Reykjavík. 

Grandview ehf. kærði ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 18. febrúar 2025 um að synja umsókn um leyfi fyrir niðurgrafinni viðbyggingu við húsið. Í kæru til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála krafðist eigandi þess að ákvörðun byggingafulltrúa yrði felld úr gildi.

Mynd: fastinn.is/Borg

Vildi byggja niðurgrafna viðbyggingu

Brekkugerði 19 er 307,6 m2 einbýlishús, byggt árið 1963 og er skráð sem tvær hæðir og kjallari. Í janúar lagði eigandi inn umsókn til byggingar­fulltrúa sem fól í sér ,,umsókn fyrir byggingu niður grafinnar viðbyggingar í kjallarahæð á lóð umhverfis núverandi húss.“ 

Umsókninni var synjað á fundi byggingar­fulltrúa í febrúar og vísaði til að yrði umsóknin samþykkt myndi nýtingarhlutfall lóðarinnar hækka úr 0,67 í 1,01, en nýtingarhlutfall á nágrannalóðum sé frá 0,31 til 0,59. Að auki stæði yfir vinna við gerð hverfisskipulags í Leitum og Gerðum þar sem meðal annars yrði kveðið á um hámarksbyggingarmagn á lóð og mögulegar viðbætur við eldri hús þar sem aðstæður leyfi. Endanlegar tillögur fyrir Brekkugerði lægju ekki enn fyrir

Einnig kom fram í synjuninni að fyrirhugað væri að leggja til hverfisvernd í rauðum flokki á húsið við Brekkugerði 19 í komandi hverfisskipulagi. 

Eitt þekktasta hús Högnu

Húsið að Brekku­gerði 19 er eitt þekkt­asta hús arki­tekts­ins Högnu Sig­urðardótt­ur og vísaði eigandinn til þess í rökum sínum. Sagði hann að upphaflega hefðu Brekku­gerði 17 og 19 verið ein lóð sem hafi síðan verið skipt upp. Lóðin við 19 sé sú minnsta við göt­una. Eigandinn sagðist hafa farið í mikið viðhald á bæði húsi og lóð eftir að hann varð eigandi árið 2021, allt hafi verið framkvæmt í nánu samráði við sviðsstjóra umhverfis- og skipulags hjá Minjastofnun Íslands, sem einnig sé handhafi höfundarréttar nefnds arkitektar hússins.

Við jarðvegsskipti haustið 2024 hafi komið í ljós að dýpt lóðarinnar væri afar ákjósanleg fyrir frekari hagnýtingu án nokkurra neikvæðra áhrifa fyrir nágranna og umhverfið. Í samráði við rétthafa höfundarréttar arkitekts hússins hafi eigandi látið hanna niðurgrafna vinnustofu í kjallarahæð að stærð 164,3 m2. Við hönnun hafi verið haft samráð við Minjastofnun og liggi fyrir afstaða stofnunarinnar um að viðbyggingin hafi lítil sem engin áhrif á ásýnd hússins frá götu, hún samsvari yfirborði lóðarinnar og sé hönnun og efnisval innblásið af arkitektúr hússins. Eigandi óskaði því eftir leyfi til að byggja viðbygginguna, en þeirri beiðni var hafnað. 

Mynd: fastinn.is/Borg
Mynd: fastinn.is/Borg

Borgin sagði einhverja nágranna hafa gert athugasemdir

Fyrir hönd Reykjavíkurborgar var í löngu máli rakin umsókn eiganda og ferill hennar innan borgarkerfisins. Meðal annars var komið inn á að beiðni eiganda var grenndarkynnt og einhverjar breytinganna hafi sltt gagnrýni nágranna. Einnig var komið inn á ekki liggur fyrir deiliskipulag fyrir lóðina og svæðið við Brekkugerði 19 og það liggi ekki fyrir að umsótt framkvæmd sé í samræmi við aðalskipulag.

Til að tryggja samræmda framkvæmd og innleiðingu, yfirbragð og ásýnd borgarinnar, hafi jafnframt leiðbeiningarreglur hverfisskipulags verið innleiddar. Þessar sérstöku leiðbeiningar hverfisskipulags varði breytingar, viðbyggingar og þróun einbýlishúsa í eldri byggð. Þar komi skýrt fram að allar byggingar á lóð eigi að vera innan byggingarreits eins og lýst sé í skilmálalið um byggingarreiti og gjöld. Sú viðbygging sem fyrirhuguð sé í hinni kærðu byggingarleyfisumsókn sé utan skilgreinds byggingarreits fyrir Brekkugerði 19.

Gerðar hafi verið skipulagslegar athugasemdir við hina kærðu byggingarleyfisumsókn og byggingarfulltrúa því skylt að synja þeirri umsókn á grundvelli laga um mannvirki. Sú framkvæmd sem sótt sé um sé ekki í samræmi við skipulagsskilmála og skipulagsáætlanir svæðisins.

Eigandi sagði greinar­gerð Reykjavíkurborgar efnislega rýra. Hryggjarstykki málsins lúti að því að þegar ákvörðun byggingarfulltrúa hafi verið tekin hafi legið fyrir meðal allra hlutaðeigandi að viðbyggingin hefði engin áhrif á ásýnd götunnar. Nágrannar leggist ekki gegn framkvæmdum. Hið niðurgrafna mannvirki hafi óumdeilanlega engin áhrif á ásýnd götunnar og fjölgi ekki íbúum á svæðinu. 

Mynd: fastinn.is/Borg
Mynd: fastinn.is/Borg

Sögðu fyrirhugaða framkvæmd geta verið fordæmisgefandi

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hafnaði kröfu eiganda um ógildingu ákvörðunar byggingar fulltrúans í Reykjavík um að synja umsókn um leyfi fyrir niðurgrafinni viðbyggingu að Brekkugerði 19, Reykjavík.

Í niðurstöðunni kom meðal annars fram að ef fallist væri á kæru eiganda gæti málið orðið fordæmisgefandi:

„ef fallist yrði á viðbyggingu vegna kjallara á lóðinni yrði heildarbyggingarmagn lóðarinnar 481,3 m2. Stærð lóðarinnar er 476 m2 og núverandi nýtingarhlutfall því 0,67. Með fyrirhugaðri viðbyggingu yrði nýtingarhlutfallið 1,01. Ef skoðað er núverandi nýtingarhlutfall á öðrum lóðum við Brekkugerði (nr. 5-17 og 20-34) má sjá að nýtingarhlutfall á nágrannalóðum er almennt talsvert lægra, eða allt frá 0,31 og upp í 0,59. Meðalnýtingarhlutfall á þessum lóðum er 0,43.“ Samkvæmt þessu er lóðin Brekku­gerði 19 nú þegar með hæsta nýtingarhlutfall lóða við götuna og myndi það með samþykki umbeðinnar stækkunar hækka verulega, eða um 50%. Slík breyting gæti verið fordæmisgefandi og verður að mati úrskurðarnefndarinnar að eiga stoð í deili- eða hverfisskipulagi fyrir umrætt svæði. Bjuggu því málefnaleg sjónarmið að baki synjunar á umsókn kæranda.“

Lesa má úrskurðinn í heild sinni hér.

Mynd: fastinn.is/Borg
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

„Þið hljótið að vera í skemmtilegasta starfinu, að fá að færa fólki svona fréttir!“

„Þið hljótið að vera í skemmtilegasta starfinu, að fá að færa fólki svona fréttir!“
Fréttir
Í gær

Sex börn Karls Erons í losti eftir að hafa lesið dánartilkynningu Moggans eftir útför hans – „Við vorum ekkert látin vita“

Sex börn Karls Erons í losti eftir að hafa lesið dánartilkynningu Moggans eftir útför hans – „Við vorum ekkert látin vita“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Maður sagður í haldi lögreglu eftir eldsvoða í Reykjanesbæ – Stórhættulegt ástand skapaðist

Maður sagður í haldi lögreglu eftir eldsvoða í Reykjanesbæ – Stórhættulegt ástand skapaðist
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Doppumeistarinn er byrjaður á næsta verkefni – 570 uglur, ein fyrir hvern genginn kílómeter

Doppumeistarinn er byrjaður á næsta verkefni – 570 uglur, ein fyrir hvern genginn kílómeter