fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Pressan

Flugfarþegi notaði nýstárlega aðferð til að fá meira fótapláss á kostnað annars

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 17. júlí 2025 12:30

Mynd: Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta er ný aðferð,“ sagði flugfarþegi sem sagðist hafa setið í sæti 18E í flugvél á leið til Toronto í Kanada. Samkvæmt sætakorti Delta flugvélarinnar er sæti 18E rétt fyrir aftan neyðarútgang út á væng vélarinnar. Þar af leiðandi er ekkert sæti 17E, sem þýðir aðeins meira fótarými fyrir þann sem er í röðinni fyrir aftan, í sæti 18E.

Flugfarþeginn í sæti 18E vakti athygli á farþeganum í sætaröðinni fyrir framan sig og birti mynd með í færslu á Reddit. Á myndinni má sjá að farþeginn liggur og er á hlið í sæti sínu og hefur fæturna fyrir framan neyðarútganginn þar sem ekkert sæti er og tekur þannig hluta af fótarými farþegans í sætinu fyrir aftan.

Færslan vakti athygli netverja líkt og flestar slíkar um frekju flugfarþega gera. Farþeginn sem birti færsluna birti síðan uppfærslu. 

„Flugfreyjan kom til hans og sagði honum að allir farþegar þyrftu að snúa fram við flugtak og kinkaði kolli til mín. Fæturnir á mér eru nú alveg útréttir og verða það það sem eftir er af fluginu.“

Í athugasemdunum voru Reddit-notendur hneykslaðir á hegðun farþegans í fremri röðinni.

„Ég er VIRKILEGA hissa á fólki á hverjum degi,“ skrifaði einn. „Hvernig er fólk svona innréttað? Hvað í ósköpunum.“

Annar deildi eigin reynslu sinni eftir að hafa setið í sæti 18E:

„Ég borgaði 120 dali fyrir að fá þetta sæti í 12 tíma flugi frá Seattle til Kóreu. Gaurinn í sætinu við hliðina á opna rýminu við neyðarútganginn ákvað að nota rýmið sem stað til að geyma bakpokann sinn. Flugfreyjan kom og sagði honum að setja hann í farangurshólfið, en hann gerði það ekki. Ég teygði bara út fæturna samt og byrjaði að hvíla fæturna á bakpokanum hans. Hann dró loksins bakpokann fyrir framan sig.“

Aðrir voru með leiðbeiningar næst þegar svona staða kæmi upp.

„Notaðu hnéð á viðkomandi sem fótskemil.“ 

„Ég myndi finna þörf fyrir að grípa eitthvað úr töskunni minni á 5-10 mínútna fresti og biðja þá um að hreyfa fæturna í hvert skipti,“ sagði annar. „Eða bara setja töskuna mína á fæturna á þeim eins og farangursgrind.“

Annar velti fyrir sér: „Er þetta tæknilega séð pláss fyrir einhvern? Ég meina, er gaurinn sem þú tókst mynd af virkilega að gera eitthvað rangt? Ég held að hann sé að því, en hann gæti réttlætt hegðun sína með því að segja að rýmið  tilheyri ekki sætinu fyrir aftan hann heldur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Vaxandi óánægja með yfirmann Alríkislögreglunnar

Vaxandi óánægja með yfirmann Alríkislögreglunnar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hægri- og vinstrimenn Bandaríkjanna keppast við að sverja af sér meinta skotmanninn – En hvað er vitað um skoðanir hans?

Hægri- og vinstrimenn Bandaríkjanna keppast við að sverja af sér meinta skotmanninn – En hvað er vitað um skoðanir hans?
Pressan
Fyrir 5 dögum

Myrti börnin sín – Líkin fundust fjórum árum síðar í ferðatöskum keyptum á netuppboði

Myrti börnin sín – Líkin fundust fjórum árum síðar í ferðatöskum keyptum á netuppboði
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ætla að refsa útlendingum sem gera lítið úr andláti Charlie Kirk

Ætla að refsa útlendingum sem gera lítið úr andláti Charlie Kirk
Pressan
Fyrir 5 dögum

Endurfundir Harry og Karls helmingi lengri en þeir síðustu – Lét falleg orð falla um föður sinn

Endurfundir Harry og Karls helmingi lengri en þeir síðustu – Lét falleg orð falla um föður sinn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Er þetta maðurinn sem skaut Charlie?

Er þetta maðurinn sem skaut Charlie?