fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
Fréttir

Ingibjörg bendir á kaldhæðni örlaganna varðandi eldgosið

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 16. júlí 2025 18:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ingibjörg Isaksen, formaður þingflokks Framsóknar, furðar sig á því að fyrirhuguð heimsókn forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins hafi verið sett í uppnám út af eldgosinu sem hófst í nótt. Sérstaklega í ljósi tilgangs heimsóknarinnar.

Ingibjörg skrifar á Facebook:

„Ok, pínu fyndið þegar von der Leyen ætlar að koma til Íslands og kynna sér starfsemi almannavarna og áfallaþol á Íslandi en heimsóknin er í hættu því það er eldgos í gangi. Einhver hefði talið þetta einmitt tímann til að koma í slíkum tilgangi. Eða var þetta kannski dulbúinn undirbúningur fyrir mögulega inngöngu Íslands í ESB?“

Vísir greindi frá því fyrr í dag að það væri til skoðunar hvort eldgosið hefði áhrif á heimsókn von der Leyen, en von var á henni til landsins nú í kvöld. Reyndar kom fram í fréttinni að ekkert benti til þess að heimsókninni yrði aflýst eða frestað heldur væri til skoðunar hvort það yrði eitthvað rask varðandi Grindavíkurheimsókn forsetans.

Ursula von der Leyen mun dvelja hér fram á föstudag og í heimsókninni mun hún meðal annars funda með Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra. Tilgangur heimsóknarinnar er að ræða stöðu alþjóðamála, öryggis- og varnarmála, viðskiptamála, almannavarna og loftlagsmála. Ráðherrar munu funda með von der Leyen á öryggissvæði á Keflavíkurflugvelli og svo stóð til að haldið yrði til Grindavíkur að skoða varnargarðana í Svartsengi.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hæstaréttarlögmaður segir mál Karls Inga kalla á tiltekt

Hæstaréttarlögmaður segir mál Karls Inga kalla á tiltekt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Ég held að þetta fyrirkomulag sé einstakt á heimsvísu. Við erum alltaf til staðar fyrir allt fólkið í landinu“

„Ég held að þetta fyrirkomulag sé einstakt á heimsvísu. Við erum alltaf til staðar fyrir allt fólkið í landinu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Páll flutti til Noregs og ber saman lífsgæði þar og á Íslandi – „Við eigum pening um hver mánaðamót“

Páll flutti til Noregs og ber saman lífsgæði þar og á Íslandi – „Við eigum pening um hver mánaðamót“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nova flytur á Broadway

Nova flytur á Broadway
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nýtt kaupréttakerfi nær til alls starfsfólks Nova

Nýtt kaupréttakerfi nær til alls starfsfólks Nova
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þingverðir sagðir hafa varnað því að fólk myndi gægjast inn um glugga – „Þetta þótti nokkuð óvenjuleg ráðstöfun“

Þingverðir sagðir hafa varnað því að fólk myndi gægjast inn um glugga – „Þetta þótti nokkuð óvenjuleg ráðstöfun“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

19 ára sjálfboðaliði kom miður sín heim eftir sölu á Neyðarkallinum: „Hver eru skilaboðin frá þessu aumkunarverða fólki til næstu kynslóðar?“

19 ára sjálfboðaliði kom miður sín heim eftir sölu á Neyðarkallinum: „Hver eru skilaboðin frá þessu aumkunarverða fólki til næstu kynslóðar?“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kona úr Vogum sökuð um ofbeldi í garð sjúkraflutningamanns og lögreglumanna

Kona úr Vogum sökuð um ofbeldi í garð sjúkraflutningamanns og lögreglumanna