fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
Fréttir

Skemmtiferð íslenskra feðga breyttist í martröð – Faðirinn handtekinn fyrir kókaínsmygl á Schiphol-flugvelli

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 16. júlí 2025 19:30

Schiphol-flugvöllur. Mynd: Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenskur faðir á fimmtugsaldri var í júnílok handtekinn á Schiphol-flugvelli, í nágrenni Amsterdam, grunaður um umfangsmikinn innflutning á kókaíni. Með í för var sonur mannsins á táningsaldri sem þurfti að horfa upp á handtöku föður síns.

Feðgarnir voru að millilenda í Hollandi eftir sumarfrí á fjarlægari slóðum. Samkvæmt heimildum DV var maðurinn stöðvaður við komuna til Hollands og reyndist hann hafa um 6 kílógrömm af kókaíni í fórum sínum.

Sonur mannsins þurfti síðar að fljúga einn heim á leið til Íslands.

Í svari við fyrirspurn DV til saksóknaraembættis Norður-Hollands, sem fer með málið, kemur fram að faðirinn hafi setið í gæsluvarðhaldi síðan hann var handtekinn. Ráðgert er að hann verði fljótlega leiddur fyrir þarlendan dómara þar sem málið gegn honum verður þingfest. Dagsetning liggur þó ekki fyrir.

Fyrirspurnir DV til íslenskra yfirvalda hafa leitt í ljós að málið hefur ekki enn ratað á þeirra borð. Reikna má með því að það breytist á seinni stigum málsins.

DV hefur ekki upplýsingar um að maðurinn hafi áður komið við sögu lögreglu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hæstaréttarlögmaður segir mál Karls Inga kalla á tiltekt

Hæstaréttarlögmaður segir mál Karls Inga kalla á tiltekt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Ég held að þetta fyrirkomulag sé einstakt á heimsvísu. Við erum alltaf til staðar fyrir allt fólkið í landinu“

„Ég held að þetta fyrirkomulag sé einstakt á heimsvísu. Við erum alltaf til staðar fyrir allt fólkið í landinu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Páll flutti til Noregs og ber saman lífsgæði þar og á Íslandi – „Við eigum pening um hver mánaðamót“

Páll flutti til Noregs og ber saman lífsgæði þar og á Íslandi – „Við eigum pening um hver mánaðamót“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nova flytur á Broadway

Nova flytur á Broadway
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nýtt kaupréttakerfi nær til alls starfsfólks Nova

Nýtt kaupréttakerfi nær til alls starfsfólks Nova
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þingverðir sagðir hafa varnað því að fólk myndi gægjast inn um glugga – „Þetta þótti nokkuð óvenjuleg ráðstöfun“

Þingverðir sagðir hafa varnað því að fólk myndi gægjast inn um glugga – „Þetta þótti nokkuð óvenjuleg ráðstöfun“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

19 ára sjálfboðaliði kom miður sín heim eftir sölu á Neyðarkallinum: „Hver eru skilaboðin frá þessu aumkunarverða fólki til næstu kynslóðar?“

19 ára sjálfboðaliði kom miður sín heim eftir sölu á Neyðarkallinum: „Hver eru skilaboðin frá þessu aumkunarverða fólki til næstu kynslóðar?“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kona úr Vogum sökuð um ofbeldi í garð sjúkraflutningamanns og lögreglumanna

Kona úr Vogum sökuð um ofbeldi í garð sjúkraflutningamanns og lögreglumanna