fbpx
Sunnudagur 31.ágúst 2025
Fréttir

Vill opna gistihylkjagistingu í Skipholti

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 12. júlí 2025 16:30

Mynd: ja.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á afgreiðslufundi skipulagsfulltrúa Reykjavíkurborgar þann 3. júlí var tekin fyrir fyrirspurn um að opnaður yrði gististaður í Skipholti með svokölluðumm gistihylkjum eða capsules.

Fyrirspurnin snýr að rekstri gististaðar með capsules einingum á jarðhæð Skipholts 50B. Yrði um að ræða gistingu fyrir allt að 30 manns. 

Fyrirspurnin er dags. 7. apríl 2025, var vísað til umsagnar verkefnastjóra og var umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 3. júlí 2025, samþykkt.

Niðurstaða skipulagsfulltrúa er að ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við að umsækjandi sæki um byggingarleyfi fyrir breyttri notkun húsnæðis. Heimilt er í skipulagi að vera með gististarfsemi á svæðinu. Samþykki allra meðeigenda í húsinu þarf fyrir framkvæmdinni og Sækja þarf um byggingarleyfi fyrir breyttri notkun húsnæðis til þess að tryggja að húsnæðið uppfylli öll ákvæði byggingarreglugerðar og laga um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald.

Gisting af þessu tagi er ekki ný á nálinni í borginni þar sem þegar er rekinn slíkur staður, City Hub á Hverfisgötu 46. Þar eru gistihylkin 62 talsins.

Mynd frá City Hub
Mynd frá City Hub
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Náði ótrúlegu myndbandi af ísjaka velta og hrynja í Jökulsárlón – „Þetta er hræðilega sorglegt“

Náði ótrúlegu myndbandi af ísjaka velta og hrynja í Jökulsárlón – „Þetta er hræðilega sorglegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögregla óskar eftir að ná tali af þessum mönnum

Lögregla óskar eftir að ná tali af þessum mönnum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sviku fé af móður með því að panta vörur á Temu á kortinu hennar – „Engar sannanir fyrir því að mamma hafi auðkennt þetta“

Sviku fé af móður með því að panta vörur á Temu á kortinu hennar – „Engar sannanir fyrir því að mamma hafi auðkennt þetta“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Erlingur vill stytta sumarfrí grunnskólabarna

Erlingur vill stytta sumarfrí grunnskólabarna