fbpx
Laugardagur 12.júlí 2025
Fréttir

Ólgan kraumar áfram hjá sósíalistum: Karl Héðinn játar ástarsamband við 16 ára stúlku þegar hann var 22 ára gamall

Ritstjórn DV
Föstudaginn 11. júlí 2025 18:46

Karl Héðinn Kristjánsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karl Héðinn Kristjánsson, formaður ungliðahreyfingarinnar Sósíalistaflokksins, átti í stuttu ástarsambandi við 16 ára austurríska stúlku árið 2017, þegar hann sjálfur var 22 ára gamall. Þetta kemur í fram í færslu Karls Héðins á Facebook en þar segir hann Gunnar Smára Egilsson, fyrrum formann framkvæmdastjórnar flokksins, hafa ýjað að málinu og krafið hann um svör. Hann hafi því ákveðið að gangast við því fyrir opnum tjöldum og upplýsa um málavexti. Sambandið varð til þess að hann varð við beiðni þess efnis að segja sig úr stjórn Ungra Pírata vegna málsins.

„Þegar ég var 22 ára, árið 2017, var ég í sumarbúðum Pírata í Evrópu í Svíþjóð þar sem ungliðar víðast hvar úr Evrópu hittust. Þar kynntist ég stelpu frá Austurríki sem var þá 16 ára og við féllum hvor fyrir öðru. Við erum enn góðir vinir í dag. Ég talaði við hana síðast fyrr í dag vegna stöðunnar sem er uppi. Fyrir nokkrum árum spurði ég hana hvort, eftir á, hún hefði haft slæma upplifun af kynnum okkar og hvort hún sæi eftir þeim. Hún fullvissaði mig um að svo væri ekki, að hún sæi ekki eftir neinu og þakkaði mér fyrir að spyrja. Hún sagði það sama áðan,“ skrifar Karl Héðinn.

Segir hann Dóru Björt Guðjónsdóttur, sem þá var formaður Ungra Pírata, hafa beðið hann um að segja sig frá stjórn Ungra Pírata vegna málsins á sínum tíma.

„Ég vildi ekki mögulega valda flokknum skaða og varð við þeirri beiðni án nokkurs múðurs,“ skrifar Karl Héðinn.
Miklir eldar hafa logað innan Sósíalistaflokksins eftir hallarbyltingu hóps sem Karl Héðinn leiddi ásamt fleirum á aðalfundi flokksins í lok maí. Þar var Gunnari Smára Egilssyni meðal annars velt úr sessi sem formaður framkvæmdastjórnar og hafa skærur gengið á báða bóga stríðandi fylkinga síðar, sér í lagi varðandi starfsemi Samstöðvarinnar sem rekin hefur verið að hluta með styrkjum frá Sósíalistaflokkinum undanfarin ár.
Annar foringi byltingarsinna, Sæþór Benjamín Randalsson, nýr formaður framkvæmdastjórnar, hefur einnig staðið í ströngu vegna skjáskota sem komu upp á yfirborðið eftir aðalfundinn þar sem sjá mátti meint kynferðisleg samskipti hans við ólögráða dreng. Sæþór hefur sagt skjáskotin vera fölsuð og hefur kært dreifingu þeirra til lögreglu.

Færsla Karls Héðins:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Fundu músaskít og beinagrindur út um allt hús – Kröfðust 22 milljón króna

Fundu músaskít og beinagrindur út um allt hús – Kröfðust 22 milljón króna
Fréttir
Í gær

Var að keyra í bílaröð á Vesturlandsvegi og fékk hraðasekt – „Þessi upphæð er kvikindisleg“

Var að keyra í bílaröð á Vesturlandsvegi og fékk hraðasekt – „Þessi upphæð er kvikindisleg“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Réðst á ræðismann við störf á Íslandi – „Ég ætla að drepa ykkur öll“

Réðst á ræðismann við störf á Íslandi – „Ég ætla að drepa ykkur öll“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

150 íbúða hverfi við Flensborgarhöfn í uppnámi – Nágrannar höfðu betur gegn Hafnarfjarðarbæ

150 íbúða hverfi við Flensborgarhöfn í uppnámi – Nágrannar höfðu betur gegn Hafnarfjarðarbæ
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Úrskurðuð í gæsluvarðhald í tvo daga til vegna hnífsstungu við Trönuhjalla

Úrskurðuð í gæsluvarðhald í tvo daga til vegna hnífsstungu við Trönuhjalla
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Stjórnarandstaðan á Alþingi vitnar af einhverjum ástæðum aldrei í þessa umsögn“

„Stjórnarandstaðan á Alþingi vitnar af einhverjum ástæðum aldrei í þessa umsögn“