fbpx
Sunnudagur 31.ágúst 2025
Fréttir

Mesta krútt heims eins árs – „Ég bara elska hana svo mikið“

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 13. júlí 2025 19:30

Moo Deng er heimsfræg. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þúsundir aðdáenda smáflóðhestsins Moo Deng flyktust í dýragarðinn Khao Kheow Zoo í Tælandi til þess að fagna ens árs afmæli hennar. Moo Deng hefur heillað heimsbyggðina og er af mörgum talin mesta krútt heims.

Moo Deng varð heimsfræg eftir að starfsmenn dýragarðsins fóru að sýna frá henni á samfélagsmiðlum. Hefur hún eignast aðdáendur um allan heim.

Margir komu langt að til þess að fylgjast með eins árs afmæli hennar á fimmtudag eins og kemur fram í frétt AP um málið.

„Ég bara elska hana svo mikið að ég ákvað að taka þriggja eða fjögurra daga frí úr vinnu til að fara að sjá hana,“ sagði Molly Swindall, sem ferðaðist frá New York í Bandaríkjunum til að fagna Moo Deng. „Ég gat látið það ganga upp að fara til Tælands. Ég verð þarna aðeins í um 30 klukkutíma en það er nóg til að geta farið að sjá Moo Deng og það er nákvæmlega það sem ég gerði.“

Starfsmenn dýragarðsins gera ráð fyrir að um 12 þúsund gestir hafi komið til að sjá Moo Deng á afmælisdaginn. Hún her helsta aðdráttarafl dýragarðsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bríet Irma lést 24 ára að aldri – „Skuldum henni og öllum þeim sem enn berjast í myrkrinu að standa vörð um geðheilbrigði á Íslandi“

Bríet Irma lést 24 ára að aldri – „Skuldum henni og öllum þeim sem enn berjast í myrkrinu að standa vörð um geðheilbrigði á Íslandi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Umdeildur lækningapredikari á leið til landsins – „Getur þú beðið guð að gera mig hávaxnari?“

Umdeildur lækningapredikari á leið til landsins – „Getur þú beðið guð að gera mig hávaxnari?“