fbpx
Föstudagur 11.júlí 2025
Fréttir

Hildur fær hjálp úr óvæntri átt – Össur kemur til varnar

Ritstjórn DV
Föstudaginn 11. júlí 2025 06:56

Hildur Sverrisdóttir og Össur Skarphéðinsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sú ákvörðun Hildar Sverrisdóttur, þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins og einn af varaforsetum Alþingis, að fresta fundi Alþingis rétt fyrir miðnætti á miðvikudagskvöldið, án umboðs frá foresta Alþingis kveikti mikla úlfúð hjá stjórnarliðum. Mikið uppnám skapaðist við upphaf þingfundar í gær en þar voru þung orð látin falla, til að mynda var Hildur sökuð um tilraun til valdaráns.

Hildi barst hins vegar hjálp úr óvæntri átt þegar Össur Skarphéðinsson, fyrrum ráðherra, steig fram fyrir skjöldu í pistli á Facebook seint í gærkvöldi og kom henni til varnar. Sagði hann uppnámið sýna glöggt að taugakerfi þingmanna væri þanið til hins ítrasta.

Getur ekki áfellst Hildi

„Fráleitt er að kalla það valdarán einsog trekktur ráðherra gerði – eða frá hverjum var völdum rænt? Hafi hún frestað fundi í andstöðu við kláran vilja forseta þingsins er það vissulega uppreisn gegn honum, og brot á óskrifuðum vinnureglum. Um leið hefði orðið trúnaðarbrestur milli hennar og meirihluta þingsins, sem meirihlutinn hefur vald til að jafna næst þegar forsætisnefnd þings er kjörin – með því að setja hana hreinlega út. En ekkert hefur komið fram um að forseti þingsins hafi lagt fyrir hana að halda fundi áfram fram yfir miðnætti. Þannig að ég get ekki áfellst hana, þó meirihlutinn telji sér storkað með því að úrvinda þingforseti vilji komast heim til að sofa,“ skrifar Össur.

Alþingi taki ekki við skipunum frá framkvæmdarvaldinu

Segir hann að vilji ráðherra, jafnvel forsætisráðherra, skipti þá engu máli. Alþingi sé fullvalda og taki ekki við neinum fyrirskipunum handahafa framkvæmdavalds.

„Hafi forseti ekki lagt fyrir hana skýr fyrirmæli er morgunljóst að Hildur hefur ekki brotið neinar reglur, og enn fráleitara að halda því fram að hún hafi brotið stjórnarskrá. En ég hef hvergi séð að hún hafi brotið gegn fyrirmælum forseta þingsins. Allir þurfa að standa vaktina sína, líka aðalforseti,“ skrifaði Össur.

Haukur Arnþórsson, stjórnsýslufræðingur, fjallaði um málið í gær og sagði meðal annars að stjórnarandstaðan væri að ræna völdum af ríkisstjórninni með málþófi sínu. Össur segir í færslu sinni að hann sé efins um þá túlkun og hún eigi sérstaklega ekki við í þessu máli.

Sendi pillu á Bergþór

„Sú skoðun mín byggir á því að ríkisstjórnin, og meirihluti hennar á Alþingi hefur í þingskaparlögum tæki til að skera á hnútinn ef henni sýnist svo. Væntanlega hefur okkar magnaði forsætisráðherra verið að vísa til þess þegar hún sagði að málinu yrði lokið „með einum eða öðrum hætti“,“ skrifaði Össur, og lauk síðan máli sínu með pillu á þingflokksformann Miðflokksins.

„Það eina sem sætir tíðindum úr þessari umræðu er þegar Bergþór Ólafsson, sem frægur varð af endemum af klúryrðum sínum og drykkjurausi á sögulegu fylleríi Miðflokksins á Klausturbar, notaði tækifærið til að brýna fyrir þingmönnum að vanda orðaval sitt….“.

Færslu Össurar má lesa hér:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Ísak Snær til Lyngby
Fréttir
Í gær

Málþófið heldur áfram þrátt fyrir yfirlýsingar ríkisstjórnar – Veiðigjöldin til umræðu

Málþófið heldur áfram þrátt fyrir yfirlýsingar ríkisstjórnar – Veiðigjöldin til umræðu
Fréttir
Í gær

Vikulega heimsótti Örn konu sem keyrði á hann 5 ára gamlan – „Dróst með bílnum 36 metra“

Vikulega heimsótti Örn konu sem keyrði á hann 5 ára gamlan – „Dróst með bílnum 36 metra“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mikill meirihluti landsmanna hlynntur veiðigjaldafrumvarpi ríkisstjórnarinnar – Sjálfstæðismenn einir á móti

Mikill meirihluti landsmanna hlynntur veiðigjaldafrumvarpi ríkisstjórnarinnar – Sjálfstæðismenn einir á móti
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segja Pútín nú beina sjónum sínum að öðru landi og ætli að „ógna öryggi á heimsvísu“

Segja Pútín nú beina sjónum sínum að öðru landi og ætli að „ógna öryggi á heimsvísu“