fbpx
Laugardagur 06.september 2025
Fréttir

Gerir athugasemd við fréttaflutning – „Skjólstæðingur minn var ekki ákærður fyrir hótanir af nokkru tagi“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 10. júlí 2025 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Verjandi manns sem í júní var dæmdur fyrir líkamsárás gegn erlendum ræðismanni gerir athugasemd við fréttaflutning DV af málinu. Sagði í frétt sem birtist um málið í gær að maðurinn hefði verið dæmdur fyrir líkamsárás og hótanir, en hið rétta sé að maðurinn hafi ekki verið ákærður fyrir hótanir af nokkru tagi.

Verjandi mannsins, Hilmar G. Þorsteinsson, eigandi Málsvara lögmannsstofu, segir í yfirlýsingu:

„Skjólstæðingur minn var ekki ákærður fyrir hótanir af nokkru tagi í þessu máli, því ákæruvaldið taldi slíkar sakargiftir ekki líklegar til sakfellis. Er því fyrirsögnin mjög villandi. Skjólstæðingur minn neitar alfarið að hafa haft uppi hótanir, enda var hann sakfelldur fyrir minni háttar líkamsárás gegn ræðismanni með aðsetur í Danmörku.

Þá hefði af sanngirnisástæðum mátt geta þess í fréttinni að ákærulið um skammaryrði og móðganir var vísað frá dómi, en ákærði hafði borið því við að hvorugt væri refsivert að íslenskum lögum.“

Fyrirsögn fréttarinnar var: Réðst á ræðismann við störf á Íslandi – „Ég ætla að drepa ykkur öll“

Umrætt atvik átti sér stað árið 2022 í Hafnarfirði en þar var staddur ræðismaður til að aðstoða erlenda ríkisborgara við að endurnýja vegabréf. Ákærði ræddi við ræðismann og ýtti við honum með þeim afleiðingum að ræðismaðurinn féll aftur fyrir sig. Á upptöku mátti svo heyra ákærða hóta viðstöddum, blóta og ragna.

Sjá einnig: Réðst á ræðismann við störf á Íslandi

Dómari rakti í niðurstöðu málsins að hótun ákærða, um að drepa viðstadda líkt og fram kemur í tilvitnun í fyrirsögn fréttarinnar í gær, geti ekki fallið undir skammaryrði eða móðganir. Skammaryrðum og móðgunum hafi ekki verið lýst með fullnægjandi hætti í ákæru og að ákæruvaldið hafi ekki náð að bæta úr þeim annmarka við flutning málsins fyrir dómi. Var því ákærði sýknaður hvað þetta varðar.

Ákærði var því sakfelldur fyrir líkamsárás, skv. 217. gr. almennra hegningarlaga og 3. mgr. 95. gr. laganna þar sem segir:

„Sömu refsingu skal hver sá sæta sem ógnar eða beitir valdi gagnvart sendierindreka erlends ríkis hér á landi eða ræðst inn á eða veldur skemmdum á sendiráðssvæði eða hótar slíku.“

Blaðamaður gengst við því að hafa misskilið tilvitnuð ákvæði og forsendur dómsins og biðst velvirðingar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Einari brugðið þegar hann las tillögu Erlings – Segir þetta öfugt við það sem foreldrar þurfa

Einari brugðið þegar hann las tillögu Erlings – Segir þetta öfugt við það sem foreldrar þurfa
Fréttir
Í gær

Unga konan fundin heil á húfi

Unga konan fundin heil á húfi
Fréttir
Í gær

Myndband náðist af manni að fróa sér á KoRn tónleikum – Sjáðu hamaganginn sem fylgdi

Myndband náðist af manni að fróa sér á KoRn tónleikum – Sjáðu hamaganginn sem fylgdi
Fréttir
Í gær

Fjölskyldufaðir sakfelldur fyrir að gera líf fjölskyldunnar að helvíti á jörð eftir að hún fylgdi honum til Íslands

Fjölskyldufaðir sakfelldur fyrir að gera líf fjölskyldunnar að helvíti á jörð eftir að hún fylgdi honum til Íslands
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Elías loks fyrir dóm vegna árásar á 12 ára dreng – Missti stjórn á sér eftir dyraat

Elías loks fyrir dóm vegna árásar á 12 ára dreng – Missti stjórn á sér eftir dyraat
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bergur Þorri miður sín og segir borgarstjóra sýna hroka

Bergur Þorri miður sín og segir borgarstjóra sýna hroka